Viðburðir í Reykjanesbæ

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin næstu helgi, 16. og 17. október 2021. 

Hún er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyr sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins.

Safnahelgin í ár er uppfull af fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum um allan Reykjanesskagann fyrir alla fjölskylduna. Tónleikar, sirkus, sögustund, sýningar, ratleikur, slökkvibílar, völva Suðurnesja, upplestur, ævintýraheimur hafsins, Skessan, ljósmyndasýningar og margt, margt fleira.

Hjá okkur í Reykjanesbæ er fjölbreytt dagskrá sem þið ættuð ekki að láta framhjá ykkur fara. Hér eru þeir viðburðir sem boðið er upp á, fyrir utan þær sýningar sem eru uppi, og nú er um að gera að smella því sem þið viljið ekki missa af í dagbókina.

Dagskráin í Reykjanesbæ

  • Laugardag kl. 14. Tónleikar með Fríðu Dís og Smára í Rokksafni Íslands.
  • Laugardag kl. 15. Tónleikar með JFDR (Jófríður Ákadóttur) í Rokksafni Íslands.
  • Laugardag kl. 15. Leiðsögn um sýninguna Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Verkin eru gjöf fjölskyldu listakonunnar til Listasafnsins.
  • Laugardag kl. 16. Hljómsveitin Midnight Librarian flytur nokkur lög í Bókasafni Reykjanesbæjar í tengslum við sýninguna Smá – brot.
  • Sunnudag kl. 14. Leiðsögn MULTIS um sýninguna FJÖLFELDI – HLUTFELDI – MARGFELDI í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum.
  • Sunnudag kl. 15. Tónleikar með hljómsveitinni FLOTT sem m.a. hafa slegið í gegn með laginu „Mér er drull“ í Duus Safnahúsum.
  • „Það sem stríðið skyldi eftir.“ Sýning einkasafnara og Byggðasafns Reykjanesbæjar á munum tengdum hernaði, í Ramma kl. 12-17 laugardag og sunnudag.
  • Slökkviliðssafn Íslands, í Ramma kl. 12-17 laugardag og sunnudag.
  • Leiðarljós að lífhöfn. Sýning um sögu Reykjanesvita og sjóslysa á Reykjanesskaga, í Reykjanesvita kl. 12-17 laugardag og sunnudag.
  • Smá – brot, tónlist og útgáfa á Suðurnesjum. Sýning á hljómplötum tengdum Reykjanesi í Bókasafni Reykjanesbæjar. Laugardag kl. 11-17, sunnudag kl. 13-16.
  • Ratleikur fyrir fjölskylduna í Duus Safnahúsum alla helgina. Opið kl. 12-17.
  • Síðasta sýningarhelgi á ljósmyndasýningu Víkurfrétta og Byggðasafnsins í Duus Safnahúsum. Opið kl. 12-17.

Inn á heimasíðu Safnahelgarinnar, safnahelgi.is, má nálgast upplýsingar um alla viðburði sem eru í boði. Einnig má fylgjast með á facebooksíðu Safnahelgarinnar

Það er frítt inn á alla viðburðina og það eru allir velkomnir. Við hlökkum til að hitta ykkur á ferðinni um helgina.