- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Jafnrétti er ákvörðun – Reykjanesbær hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
Reykjanesbær, ásamt 38 fyrirtækjum, 6 sveitarfélögum og 8 opinberum aðilum hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni FKA.
Reykjanesbær skrifaði undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar haustið 2020 þar sem meðal annars er sett markmið um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi, að vera til fyrirmyndar í jafnréttisstarfi, standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileikans og jafnvægis.
Stefna Reykjanesbæjar sem ber heitið í krafti fjölbreytileikans, er í anda jafnréttis og jafnvægis og ætlar Reykjanesbær að halda áfram að hafa jafnrétti sem eina grunnforsendu í allri ákvarðanatöku hjá sveitarfélaginu.


Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)