Reykjanesbær hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Reykjanesbæjar.
Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022

Þann 12.. október tók Reykjanesbær við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem er hreyfiaflsverkefni FKA (Félags kvenna í atvinnurekstri). Viðurkenningin var afhent á ráðstefnunni sem félagið stóð fyrir og bar heitið „Jafnrétti er ákvörðun“ og var henni streymt beint á vefsíður RÚV. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn). Auk Reykjanesbæjar hlutu 59 fyrirtæki, 11 opinberir aðilar og 5 sveitarfélög viðurkenningu.

Þetta er í annað sinn sem Reykjanesbær hlýtur þessa viðurkenningu. Kristinn Óskarsson „Þetta er mikilvæg viðurkenning fyrir okkur og er einn liður í jafnréttisstarfi okkar hjá Reykjanesbæ. Jafnrétti er ákvörðun“ sagði Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Reykjanesbæjar.