- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar eru veitt annars vegar einstaklingum og hins vegar fyrirtækjum sem viðurkenning fyrir fallega garða og vel hirtar lóðir og umhverfi. Með viðurkenningum vill Reykjanesbæjar hvetja bæjarbúa til að hugsa vel um nærumhverfi sitt og verðlauna þá sem skara fram út í snyrtimennsku og umhirðu garða sinna.
Umhverfis- og skipulagsráð fer með framkvæmd verðlaunanna í samvinnu við starfsmenn Reykjanesbæjar. Auglýst er eftir tilnefningum á vefsíðu bæjarins og er unnið úr þeim nafnlaust.
Vatnsnes: Vel heppnað samstarf Hótel Keflavíkur og sveitarfélagsins Reykjanesbæjar. Steinþór Jónsson hótel stjóri.
Hótel Berg: Falleg hönnun húss og snyrtilegt umhverfi. Ivana Covic aðstoðar hótelstjóri og Anna Gréta Hafsteinsdóttir starfsmaður Gistivers og fyrrverandi Hótelstjóri.
Brons: Falleg endurbygging á eldra húsi. Þorsteinn Þorsteinsson
Smáratún 7: Fallegur, snyrtilegur og fjölskrúðugur einkagarður. Kristinn Herbert Jónsson og Ólöf Kristín Guðmundsdóttir
Sigurjón Þórðarson: Fyrir ómetanlega sjálfboðavinnu í þágu skógræktar á Suðurnesjum. Sigurjón hefur leitt starf Skógræktarfélags Suðurnesja um áraraðir og átt í mjög góðu samtarfi við garðyrkjudeild Reykjanesbæjar.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)