- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Reykjanesbær auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð Reykjanesbæjar og hvetur skapandi einstaklinga, menningarhópa, félagasamtök og listafólk til að taka þátt í að efla menningar- og mannlíf bæjarins árið 2026 með fjölbreyttum og aðgengilegum verkefnum í þágu íbúa.
Í boði eru tvenns konar styrkir:
Veittir verða verkefnastyrkir til skapandi og menningartengdra verkefni sem bjóða íbúum Reykjanesbæjar upp á fjölbreytta upplifun á árinu 2026.
Umsóknir geta borist frá einstaklingum, hópum eða félagasamtökum.
Í umsókn skal koma fram:
Hvort sem um ræðir sýningu, tónleika, námskeið, viðburð, útgáfu, gjörning eða annað verkefni, er hvatt til umsókna.
Ákveðnu fjármagni verður varið í þjónustusamninga við starfandi menningarhópa í Reykjanesbæ fyrir árið 2026.
Samningarnir fela í sér margvíslega þjónustu, svo sem:
Menningarhópar sem þegar eru með þjónustusamning eru beðnir um að skila samantekt um starfsemi liðins starfsárs með umsókn sinni, sem rökstuðningi fyrir endurnýjun samnings.
Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar
Umsóknum skal skila rafrænt í gegnum Mitt Reykjanes.
Eftir innskráningu er smellt á Valmynd og Umsóknir, síðan á Alla flokka og Styrkumsóknir og viðeigandi umsókn valin.
Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri Reykjanesbæjar í síma 421 6700 eða með tölvupósti á menning@reykjanesbaer.is
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)