Ungur knattspyrnumaður.
Ungur knattspyrnumaður.

Fimmtudaginn 15. nóvember kl. 19.30 verður dagskrá á Bókasafni Reykjanesbæjar sem sérstaklega er sniðin að ungum knattspyrnudrengjum.
Dagskráin er liður í norrænu bókasafnavikunni, 12. - 18. nóvember.

Lesið verður úr ævisögu Zlatan Ibrahimovi? og knattspyrnumennirnir Jóhann B. Guðmundsson og Ómar Jóhannsson segja frá atvinnumennsku og kynnum sínum af Zlatan. Einnig verður vakin athygli á öðrum knattspyrnubókum.
Léttar veitingar í boði.