- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Barnavernd Reykjanesbæjar óskar eftir samstarfi við fjölskyldur sem eru reiðubúnar að taka reglubundið börn til dvalar á heimili sínu. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu eina til tvær helgar í mánuði. Um er að ræða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og hafa gagn og gaman af að kynnast annarri fjölskyldu og taka þátt í lífi heimilismanna.
Leitað er eftir fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum. Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar veitir stuðningsfjölskyldum leyfi að undangenginni úttekt á heimilishögum. Skila þarf læknis- og sakavottorði.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við barnavernd Reykjanesbæjar, í síma 421-6700 eða á netfangið barnavernd@reykjanesbaer.is
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)