Viltu koma að endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins?

Reykjanesbær hefur nú birt vinnslugögn og drög vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar. Vonast er til að flestir kynni sér gögnin og þær breytingar sem talið er nauðsynlegt að ráðast í á næstu árum til að ná settu marki. Þú þegar hafa verið haldnir tveir íbúafundir vegna endurskoðunar skipulags og byggja drögin m.a. á þeirri vinnu.

Vinnslutillögur að endurskoðuðu aðalskipulagi byggir á nýjum grundvallarforsendur um íbúaþróun og á grunni þeirra er lagðar fram tillögur að breytingum á uppbyggingu íbúða og atvinnustarfsemi. Ákvarðanir taka m.a. til:
• Umfangs uppbygginga
• Stærðar uppbyggingarsvæða
• Blandaðrar landnotkunar
• Nýrrar forgangsröðunar
• Frestunar á uppbyggingarsvæðum