- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Íbúum Reykjanesbæjar gefst nú tækifæri á að nálgast moltu til eigin nota – meðan birgðir endast!
Söfnun matarleifa á Suðurnesjum árið 2024 gekk vonum framar og alls söfnuðust 935 tonn af matarleifum á svæðinu. Af því tilefni hefur Kalka sorpeyðingarstöð fengið moltu frá Gaju og dreift til sveitarfélaganna á svæðinu, þar á meðal Reykjanesbæjar.
Íbúar Reykjanesbæjar geta nálgast moltu á eftirtöldum stöðum:
Til móts við Trönudal 11
Til móts við Þjóðbraut 2 – Ásbrú
Heiðarberg – við gryfjuna
Mikilvægt er að íbúar komi með eigin ílát, svo sem fötu eða fjölnota poka, til að sækja moltuna.
Moltan er ætluð til notkunar utanhúss og hentar vel í beð, garða og græn svæði. Hún er þó mjög sterk og ekki æskileg til notkunar óblönduð – rætur plantna geta verið viðkvæmar fyrir henni.
Með því að nýta moltu er stuðlað að betri jarðvegi, kolefnisbindingu og heilbrigðara vistkerfi.
Nánari upplýsingar um moltuna má finna í frétt Kölku.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)