Umsóknir fyrir vinnuskólann 2020

Úr starfi Vinnuskólans
Úr starfi Vinnuskólans

Starfsemi vinnuskóla sumarið 2020 verður vonandi með sama sniði og sumarið 2019.

Við ætlum samt ekki að stressa okkur of mikið á því að gefa út nákvæma dagskrá fyrr en nær dregur svo við getum auðveldlega hagað Vinnuskólanum eftir mögulegum samkomureglum í júní og júlí, en við erum búin að opna fyrir nýja umsóknarformið okkar!  Þar sem forráðamenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, en með nýja kerfinu verður ferlið einfaldara og skilvirkara.  

Við biðjum ykkur um að hafa samband á netfangið berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is ef vandamál koma upp við gerð umsóknar.

En til að rifja upp hvernig skipulagið var síðasta sumar þá fjölguðum við vinnustundum sem hver nemandi hefur kost á að vinna hjá okkur, með því að stytta vinnudaginn og fjölga vinnudögum.  Með þessu fyrirkomulagi vonuðumst við til þess að létta á heimilum og hjálpa nemendum okkar til þess að fara snemma á fætur flesta daga og hafi dagskrá að fylgja.

Nemandi í samráði við forráðamenn getur fyllt upp í sumardagskrá sína á starfstíma vinnuskóla og komið til vinnu þá daga sem hann stundar ekki skipulagðar tómstundir, er í fríi með forráðamönnum eða annað sem forráðamenn ákveða með nemanda. Nemendur hafa tækifæri til þess að vinna allt að 150 stundir en við gerum ráð fyrir að nemandi taki sér minnstakosti fjóra vinnudaga í frí á þessum vikum, sem samsvarar einni vinnuviku þar sem ekki er unnið á föstudögum.

Við munum birta nánari dagsetningar þegar nær dregur, en stefnum að því að taka nemendur til vinnu mánudaginn 8. júní.
Vinnutími nemenda verður frá 08:30 til 15:30 – hádegismatur verður áfram klukkustund þar sem hlé er gert á vinnu og vinna því nemendur 6 klukkustundir á dag.

Á starfstíma verður einnig aukin áhersla á fræðslu og upplyftingu, samhliða því að vinna að fegrun bæjarins.

Við munum halda áfram að byggja upp starfið og gera vinnuskóla Reykjanesbæjar að enn betri vinnustað fyrir ungt fólk, auka sýnileika okkar á samfélagsmiðlum með fyrir og eftir mynda samkeppninni sívinsælu og vonumst til að auka enn á þá jákvæðni sem við finnum fyrir frá íbúum.

Frekari upplýsingar er að finna á www.vinnuskolinn.wordpress.com

Kær kveðja Berglind Ásgeirsdóttir,
Forstöðumaður Vinnuskóla Reykjanesbæjar.