- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Reykjanesbær hefur opnað heimasíðuna Visit Reykjanesbær þar sem má nálgast margvíslegar upplýsingar um Reykjanesbæ og þá afþreyingu sem þar er í boði fyrir börn og fullorðna.
Megintilgangur síðunnar er að kynna Reykjanesbæ fyrir ferðamönnum jafnt sem heimafólki auk þess að vera alhliða vettvangur fyrir verslun og þjónustu.
Meðal efnis á síðunni er listi yfir fjölbreytta veitingastaði og gistingu á svæðinu auk upplýsinga um samgöngur. Sérstakur hluti er svo helgaður útivist og má þar til að mynda finna hinar ýmsu gönguleiðir á Reykjanesinu.
Á síðunni er einnig viðburðadagatal með yfirliti yfir helstu viðburði sem fram fara í bænum og þar er hægt að senda inn nýja viðburði og uppákomur til birtingar í dagatalinu.
Það er okkar markmið að Visit Reykjanesbær verði í framtíðinni sá staður þar sem hentugast er að nálgast upplýsingar um Reykjanesbæ þannig að bæjarbúar, gestir og ferðamenn getið notið þess sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)