Frá heimsókn í listasafnið
Frá heimsókn í listasafnið

Á fimmtudag kom hópur barna af Bakka á leikskólanum Heiðarseli í heimsókn í Listasafn Reykjanesbæjar til að skoða sýningu Björns Birnir, Afleiddar ómælisvíddir, en skólabörn bæjarins eru tíðir gestir á sýningum listasafnsins.

Í hópnum fóru fram fjörugar umræður um árstíðirnar og meðal þess sem börnin gerðu var að skoða myndir af ýmsum listaverkum og tengja þau við ákveðnar árstíðir. Einnig hlustuðu þau á ljóðaupplestur og völdu sér myndir á sýningunni sem þeim fannst passa við ljóðin. Þá teiknuðu þau sínar eigin myndir af árstíðum undir áhrifum af myndum Björns. Að lokum sungu börnin tvö árstíðalög fyrir safnkennarann af stakri prýði.