Nú er kjörið að nota veðurblíðuna og taka þátt í vorhreinsun Reykjanesbæjar, sem hófst í dag og stendur til föstudagsins 29. apríl. Bæjarbúar eru hvattir til að nýta þessa daga til hreinsunar á görðum sínum og snyrta einnig tré og runna sem vaxa við gangstéttar og göngustíga.

Vakin er athygli á því að búið er að loka jarðvegslosunarstað við Stapa. Tekið er við lífrænum garðaúrgangi hjá Kölku á opnunartíma. Þjónustumiðstöð aðstoðar íbúa við að fjarlægja það sem til fellur þessa daga. Sími miðstöðvar er 420—3200 (ekki 421-3200 eins og misritaðist í auglýsingu í Víkurfréttum).