24.08.2023 16:00

277. fundur atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar var haldinn á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 þann 24. ágúst 2023 kl. 16:00

Viðstaddir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Alexander Ragnarsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Guðmundsson.

Að auki sat fundinn Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs.

1. Grófin 2 - þróunarreitur (2021090502)

Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar mætti á fundinn undir þessum lið. Fór hann yfir drög að deiliskipulagi í Grófinni sem unnið er af Reykjavík Investment ehf. í samræmi við þróunarsamning milli fyrirtækisins og Reykjanesbæjar.

Atvinnu- og hafnarráð þakkar góða kynningu og lýsir ánægju sinni með framvindu málsins. Ráðið minnir á að gæta þarf að athafnasvæði hafnarinnar við smábátahöfnina í Gróf við hönnun svæðisins og endanlega útfærslu þess eins og fram kemur í samkomulagi hafnarinnar og Reykjanesbæjar frá 1. desember sl.

2. Fjárhagsáætlun ársins 2024 (2023080020)

Sviðsstjóri kynnti stöðu á vinnslu fjárhagsáætlunar atvinnu- og hafnarsviðs fyrir árið 2024.

3. Atvinnuþróunarstefna (2023020501)

Farið var yfir hugmynd ráðgjafafyrirtækisins Rata um vinnustofu vegna vinnu við atvinnuþróunarstefnu Reykjanesbæjar.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir framkomna hugmynd að vinnustofu sem áætlað er að halda 4. október nk. og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi við ráðgjafafyrirtækið Rata um framkvæmdina.

4. Samþykkt Reykjaneshafnar (2020040160)

Núverandi samþykkt Reykjaneshafnar er frá árinu 2005 og hefur ýmislegt breyst í umhverfi hafnarinnar frá þeim tíma. Á síðasta fundi atvinnu- og hafnarráðs var formanni og sviðsstjóra falið að fara yfir samþykktina og leggja til breytingar í samræmi við stöðu mála í dag. Farið var yfir þær tillögur sem liggja fyrir.

Atvinnu- og hafnarráð telur fyrirliggjandi tillögur til bóta og felur formanni og sviðsstjóra að koma þeim á framfæri við forsætisnefnd Reykjanesbæjar með ósk um endurskoðun á samþykkt Reykjaneshafnar frá árinu 2005.

5. Njarðvíkurhöfn - dýpkun hafnar (2023080391)

Samþykkt liggur fyrir á nýju deiliskipulagi fyrir Njarðvíkurhöfn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á hafnarsvæðinu í Njarðvík og hefur deiliskipulagið farið í auglýsingu í B-tíðindum Stjórnartíðinda.

Atvinnu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að undirbúa fyrsta áfanga framkvæmda í Njarðvíkurhöfn með gerð útboðsgagna vegna dýpkunar og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Fylgigögn:

Njarðvíkurhöfn suðursvæði - loftmynd

6. Keflavíkurhöfn - aðstöðuhús (2023080393)

Farið var yfir hugmyndir að endurbótum á aðstöðuhúsi hafnarinnar við Keflavíkurhöfn svo það megi betur þjóna viðskiptavinum hafnarinnar í framtíðinni.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkir þá útfærslu sem farið var yfir á fundinum.

Fylgigögn:

Aðstöðuhús við Keflavíkurhöfn - grunnmynd og snið
Aðstöðuhús við Keflavíkurhöfn - útlit

7. Hafnasamband Íslands - fundargerðir stjórnar 13. júní og 18. ágúst 2023 (2023010394)

Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 454 og 455 lagðar fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 454. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 13. júní 2023
Fundargerð 455. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands 18. ágúst 2023

8. Skemmtiferðaskip (2023010396)

Fréttabréf Cruise Iceland frá 22. ágúst 2023 og skýrsla Cruise Europe vegna fyrstu sex mánaða ársins 2023 lögð fram til kynningar. Farið yfir undirbúning vegna ráðstefnunnar Seatrade Europe sem verður í Hamborg dagana 6.-8. september nk. en fulltrúi Reykjaneshafnar mun sækja ráðstefnuna.

9. Stakksbraut 15 - stækkun lóðar (2023080404)

Farið yfir tillögu að breytingum á lóðinni Stakksbraut 15 við hafnarsvæði að Norðurbakka í Helguvíkurhöfn með hliðsjón af þeim hafnarmannvirkjum sem þar eru fyrirhuguð.

Atvinnu- og hafnarráð felur hafnarstjóra að óska eftir því við skipulagsyfirvöld Reykjanesbæjar að stærðar- og lóðarmörkum lóðarinnar Stakksbrautar 15 verði breytt í samræmi við framkomna tillögu.

Fylgigögn:

Breyting á lóðum við Helguvík - bókun umhverfis- og skipulagsráðs

10. Norðurál Helguvík ehf. (2020080524)

Farið var yfir stöðu mála er varða þrotabúið.

11. Seltjörn (2022030840)

Nokkrir aðilar hafa unnið að því að að skapa fjölskylduvænt útivistarsvæði við Seltjörn sem m.a. felst í aðstöðu til stangveiða úr vatninu. Viðkomandi hafa leitað til Reykjaneshafnar um lán á tveimur flotbryggjum í eigu hafnarinnar til að skapa gott aðgengi að vatninu.

Atvinnu- og hafnarráð lýsir ánægju sinni með viðkomandi uppbyggingu og samþykkir viðkomandi beiðni enda sé hún Reykjaneshöfn að kostnaðarlausu. Ráðið felur sviðsstjóra að ganga frá skriflegu samkomulagi um lán á viðkomandi bryggjum í samræmi við þær forsendur sem fram komu á fundinum.

12. Mælaborð atvinnu- og hafnarsviðs (2023050188)

Sviðsstjóri fór yfir rekstrarstöðu sviðsins eftir fyrstu sex mánuði ársins. Einnig var farið yfir samanburðartölur úr einstökum þjónustuþáttum.

13. Upplýsingagjöf sviðsstjóra (2023020513)

Sviðsstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi sviðsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. september 2023.