10.10.2019 08:00

1239. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. október 2019 kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Baldur Þórir Guðmundsson, Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Endurfjármögnun Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (2019060364)

Svanbjörn Thoroddsen frá KPMG og Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að málinu.

2. Lóðasameining - Víkurbraut 21 - 23 og Hafnargata 81, 83 og 85 (2019100083)

Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag við landeigendur.

3. Kjaramál (2019100102)

Lagt fram.

4. Minningagarðar (2019090645)

Erindinu er frestað.

Fylgigögn:

Minningagarðar - erindi frá Tré lífsins

5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27. september 2019 (2019050802)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

6. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Vanny‘s Guesthouse slf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Seljubraut 645 (2019090017)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Sveitarfélagsins Voga fyrir hönd Samsuð um tækifærisleyfi (2019100019)

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 15. október 2019.