1298. fundur

10.12.2020 08:00

1298. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 10. desember 2020, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Guðbrandur Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Starfsleyfi Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. (2020110516)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn og fór yfir fyrirliggjandi gögn.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að afla nánari gagna.

2. Beiðni um tímabundna heimild til útleigu (2020120122)

Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn. Beiðni barst um tímabundna heimild til útleigu íbúða og herbergja að Sjávargötu 8 á almennan markað.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til tveggja ára frá og með 1. janúar 2021 með þeim fyrirvara sem fram kemur í umsögn frá Gunnari K. Ottóssyni skipulagsfulltrúa.

Fylgigögn:

Bréf til bæjarstjóra - dags. 7. desember 2020
Umsögn erindi Potter Sjávargata 8

3. Sundmiðstöð – Útisvæði (2020030072)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Tryggvi Þór Bragason deildarstjóri eignaumsýslu mættu á fundinn og fóru yfir stöðu verkefnisins og lögðu til tilfærslu á fjármagni í fjárfestingaáætlun ársins 2020.
Bæjarráð samþykkir erindið og heimilar að allt að kr. 30.000.000 verði teknar af fjárfestingum ársins 2020.

Fylgigögn:

Beiðni um aukið fjármagn
Greinargerð færslu rennibrautar

4. Lýsing reiðstígs á Mánagrund (2020120130)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn og fór yfir beiðni Hestamannafélagsins Mána um lýsingu á reiðstíg austan við Mánagrund.
Bæjarráð samþykkir erindið og heimilar að allt að kr. 10.000.000 verði teknar af fjárfestingum ársins 2020.

Fylgigögn:

Lýsing reiðstígs Mánagrund
Mánargrund Hestastígslýsing-R1-001

5. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins. Drög að svari Reykjanesbæjar við erindi heilbrigðisráðuneytisins lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að svarbréfið verði sent til heilbrigðisráðuneytisins.

6. Stytting vinnuvikunnar – tillögur um tilhögun (2019100323)

Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri mætti á fundinn.
Bæjarráð þakkar miðlægum starfshópi framkomnar tillögur. Bæjarráð samþykkir tillögurnar sem verða lagðar fram til samþykktar á bæjarstjórnarfundi 15. desember 2020.

7. Tjaldsvæði að Stapabraut 21 - erindi frá Happy Campers (2020100218)

Lagt fram til kynningar. Menningar- og atvinnuráð vinnur áfram í málinu.

8. Hlutafjáraukning - Keilir (2020010054)

Jóhann Friðrik Friðriksson lýsti sig vanhæfan og fór af fundinum undir þessum lið.
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri kynnti fyrirhugaða hlutafjáraukningu Keilis. Bæjarráð samþykkir að taka þátt í hlutafjáraukningu þar sem hlutur Reykjanesbæjar verður 33,926% eða kr. 125.694.000.
Bæjarráð tilnefnir Guðbrand Einarsson forseta bæjarstjórnar sem fulltrúa Reykjanesbæjar á hluthafafundi Keilis 16. desember 2020.

9. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – áskorun til sveitarfélaga (2020120045)

Lagt fram.

10. Fundargerðir stjórnar Íslendings ehf. 1. og 4. desember 2020 (2020080084)

Bæjarráð samþykkir fundargerðirnar fyrir sitt leyti og samþykkir veðskuldabréf með veði í Víkingabraut 1 í Reykjanesbæ og sjálfskuldarábyrgð kaupanda. Málinu vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar 15. desember 2020.

11. Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja 3. desember 2020 (2020060073)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

36. fundur stjórnar 3. desember 2020

12. Umsögn vegna rekstrarleyfis - Hrafnista Nesvellir (2020110225)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

13. Umsögn vegna rekstrarleyfis - Flughótel – Keflavík H57 ehf. (2020100415)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

14. Umsögn vegna rekstrarleyfis - Gulldreki ehf. (2020100421)

Lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.

15. Fjárhagsáætlun 2021-2024 (2020060158)

Kjartan Már Kjartansson fór yfir fjárhagsáætlun 2021 til 2024. Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson samþykkja viðbót við fjárheimildir vegna fjárhagsáætlunargerðar 2021.
Margrét A. Sanders og Baldur Þ. Guðmundsson Sjálfstæðisflokki sitja hjá.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. desember 2020.