31.03.2021 08:00

1313. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 31. mars 2021, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Margrét Sanders, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Selás 20 - áskorun (2019090080)

Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mættu á fundinn.

Málinu frestað. Bæjarstjóra og bæjarlögmanni er falið að halda áfram viðræðum við aðila máls.

2. Stapastígur (2021030507)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um styrk til Vegagerðarinnar vegna Stapastígs.

3. Gatnakerfi Reykjanesbæjar (2021030567)

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mætti á fundinn.

Lagt fram.

Fylgigögn:

Ástand gatna í Reykjanesbæ 2021

4. Flugvellir nr. 5, 7, 9, 13, 15, 17 – afturköllun lóða (2020120119)

Í framhaldi af samþykkt bæjarráðs í síðustu viku samþykkir ráðið að veita Fasteignafélaginu Velli styrk til greiðslu fasteignagjalda af lóðunum Flugvellir 5, 7, 9, 13, 15, 17 til allt að þriggja ára.

5. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 10. mars 2021 (2021030264)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Fundur 10. mars 2021

6. Fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingastöðvar sf. 16. mars 2021 (2021030224)

Fundargerð lögð fram.

Fylgigögn:

Stjórnarfundur Kölku nr. 523

7. Fundargerðir neyðarstjórnar (2021010061)

Fundargerð lögð fram.

Með því að smella hér opnast fundargerð neyðarstjórnar 

8. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)

Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.

Með því að smella hér opnast frumvarpið

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. apríl 2021