- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Baldur Þ. Guðmundsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Guðbrandur Einarsson boðaði forföll, varamaður Valgerður Björk Pálsdóttir sat fyrir hann. Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll, varamaður Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir sat fyrir hann.
Að auki sátu fundinn Margrét Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Sturla Jónsson og Theodór S. Sigurbergsson frá Grant Thornton endurskoðun ehf., Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Þorgeir Sæmundsson deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn og kynntu drög að endurskoðunarskýrslu vegna endurskoðunar ársreiknings Reykjanesbæjar fyrir árið 2021.
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis mættu á fundinn. Lagt fram erindi um kostnaðarþátttöku Reykjanesbæjar vegna sumarstarfa fyrir ungmenni með stuðningsþarfir, kr. 7.957.080.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2022.
Fylgigögn:
Sumarstörf fyrir ungmenni með stuðningsþarfir
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis mættu á fundinn. Lagt fram erindi um aukinn kostnað umfram fjárhagsáætlun vegna Ævintýrasmiðjunnar, sumarúrræðis fyrir börn með stuðningsþarfir, kr. 4.106.880.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2022.
Fylgigögn:
Ævintýrasmiðja mönnunarþörf 2022
Lagt fram erindi frá aðalstjórn U.M.F.N. knattspyrnudeildar um styrk vegna tekjutaps sem er tilkominn vegna Covid 19 faraldursins.
Formaður bæjarráðs leggur til að bæjarráð samþykki að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2022. Áætlaður styrkur kr. 3.500.000. Samþykkt 5-0.
Lagt fram erindi frá aðalstjórn Keflavíkur knattspyrnudeildar um styrk vegna tekjutaps sem er tilkominn vegna Covid 19 faraldursins.
Formaður bæjarráðs leggur til að bæjarráð samþykki að vísa erindinu til viðauka í fjárhagsáætlun 2022. Áætlaður styrkur kr. 7.000.000. Samþykkt 5-0.
Formaður bæjarráðs leggur til að samningur um rekstur íþróttasvæða verði endurreiknaður miðað við vísitölu neysluverðs frá 2013. Áætluð hækkun kr. 4.000.000. Samþykkt 5-0.
Fylgigögn:
Formaður bæjarráðs leggur til að samningur um rekstur íþróttasvæða verði endurreiknaður miðað við vísitölu neysluverðs frá 2013. Áætluð hækkun kr. 3.000.000. Samþykkt 5-0.
Fylgigögn:
Erindi til fulltrúa Reykjanesbæjar - Knattspyrnudeild UMFN
Lögð fram erindi frá knattspyrnudeildum Keflavíkur og U.M.F.N. um stöðugildi á vegum vinnuskóla Reykjanesbæjar.
Formaður bæjarráðs leggur til að Keflavík fái þrjá starfsmenn og Njarðvík tvo. Miðað er við laun í þrjá mánuði miðað við 17 ára aldur. Samþykkt 5-0.
Fylgigögn:
Erindi til ÍTR Reykjanesbæjar starfsfólk
Sumarstörf UMFN 2022
Kjartan Már Kjartansson lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í umræðum og vék af fundi.
Málinu frestað.
Lögð fram greinargerð.
Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um kr. 250.000, tekið út af bókhaldslykli 21-011-9220.
Fylgigögn:
Styrkbeiðni vegna fjaröflunar fyrir skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður
Aðalfundarboð lagt fram. Bæjarráð felur Friðjóni Einarssyni formanni bæjarráðs að fara með atkvæði Reykjanesbæjar.
Fundargerðir lagðar fram.
Fylgigögn:
41. fundur stjórnar 10. febrúar 2022
42. fundur stjórnar 20. apríl 2022
Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar.
Lagður fram gátlisti sem hafður skal til hliðsjónar til að tryggja sem best samfelldan rekstur sveitarfélagsins.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðan gátlista.
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. maí 2022.