1391. fundur

03.11.2022 08:00

1391. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 3. nóvember 2022, kl. 08:00

Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Gunnar Felix Rúnarsson áheyrnarfulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Sverrir Bermann Magnússon sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.

1. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - aðgerðaáætlun (2020021548)

Hjörtur Magni Sigurðsson verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Aðalheiður J. Óskarsdóttir verkefnastjóri gæðamála mættu á fundinn. Lögð fram drög að aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar vegna innleiðingar Barnasáttmálans.

Bæjarráð þakkar Hirti Magna Sigurðssyni fyrir vandaða og góða aðgerðaáætlun.

2. Kvikmyndaverkefni True North (2022110018)

Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti á fundinn og lagði fram minnisblað vegna kvikmyndaverkefnis True North í Reykjanesbæ frá 25. nóvember til 3. desember.

Bæjarráð fagnar verkefninu og góðum undirtektum íbúa, verslunareigenda og fyrirtækja.

Fylgigögn:

Hafnargata_Yfirlit
Erindi til bæjarráðs - Kvikmyndatökur True North í nóv-des 2022

3. Fjárhagsáætlun 2023-2026 (2022080148)

Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri mætti á fundinn. Umræða um fjárhagsáætlun 2023 til 2026 A hluta

4. Varðveislu- og geymsluhúsnæði fyrir söfn og menningarstofnanir Reykjanesbæjar (2022030093)

Lagt fram minnisblað og þarfa- og valkostagreining fyrir söfn og menningarstofnanir Reykjanesbæjar.

Bæjarráð þakkar fyrir greinagóða þarfa- og valkostagreining frá Evu Kristínu Dal forstöðumanns Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Þarfagreining - Varðveislu- og geymsluhúsnæði

5. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 6. október 2022 (2022010404)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

31. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja 06102022

6. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja 20. október 2022 (2022020838)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

295. fundur HES 20.10.2022

7. Fundargerð byggingarnefndar skóla 26. október 2022 (2022100267)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð 2. fundar byggingarnefndar skóla 27. október 2022

8. Umsögn um tækifærisleyfi – Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja (2022100608)

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2022010436)

a. Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál
Með því að smella hér opnast drög að frumvarpi til laga.

Umsagnarmál lagt fram.

10. Stjórnarfundir Tjarnargötu 12 ehf. (2022010328)

Lögð fram drög að verksamningi.

Stjórn Tjarnargötu 12 ehf. samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur Kjartani Má Kjartanssyni framkvæmdastjóra Tjarnargötu 12 ehf. að undirrita samninginn.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. nóvember 2022.