579. fundur

07.01.2020 17:00

579. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 7. janúar 2020, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét Ólöf A. Sanders, Styrmir Gauti Fjeldsted, Gunnar Felix Rúnarsson, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Höskuldsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerð bæjarráðs 19. desember 2019 (2019050058)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1249. fundar bæjarráðs

2. Fundargerð bæjarráðs 2. janúar 2020 (2020010002)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét Ólöf A. Sanders, Guðbrandur Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson og Friðjón Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1250. fundar bæjarráðs

3. Fundargerð barnaverndarnefndar 16. desember 2019 (2019050479)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 265. fundar barnaverndarnefndar

4. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 17. desember 2019 (2019051155)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðbrandur Einarsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 236. fundar stjórnar Reykjaneshafnar

5. Fundargerð framtíðarnefndar 18. desember 2019 (2019090657)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Baldur Þ. Guðmundsson, Friðjón Einarsson og Gunnar Þórarinsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 4. fundar framtíðarnefndar

6. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 18. desember 2019 (2019050346)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi lið fundargerðarinnar frá 18. desember til sérstakrar samþykktar:

Fjórði liður fundargerðarinnar Vallarbraut 12 – Breyting á deiliskipulagi (2019080268) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Margrét Ólöf A. Sanders sem lagði fram tillögu um að 14. máli, Strætó – kynning, verði vísað til umræðu í bæjarráði. Tillagan er samþykkt með 8 atkvæðum, 3 sitja hjá. Til máls tóku Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson og Baldur Þ. Guðmundsson.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 241. fundar umhverfis- og skipulagsráðs


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.25.