589. fundur

19.05.2020 17:00

589. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í Merkinesi, Hljómahöll þann 19. maí 2020, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari. Í forsæti var Jóhann Friðrik Friðriksson.

1. Fundargerðir bæjarráðs 7. og 14. maí 2020 (2020010002)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs frá 14. maí 2020:

„Bæjarstjórn samþykkir að hvetja ríkisstjórnina til að standa með Reykjanesbæ í uppbyggingu í atvinnumálum á Suðurnesjum.
Tillagan er svohljóðandi:
Í nýrri skýrslu starfshóps um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum, á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins, kemur m.a. fram að þörf sé á samstilltu átaki og grípa þurfi til öflugra varna gegn þeirri stöðu sem komin er upp vegna algjörs hruns í ferðaþjónustu og starfsemi tengdri henni. Taka ber heilshugar undir þetta enda tölur um atvinnuleysi á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ mjög alvarlegar. Þegar svo er komið að fjórði hver íbúi sveitarfélagsins er án atvinnu, ber stjórnvöldum og bæjarstjórn að leita allra leiða til þess að draga úr fordæmalausu atvinnuleysi.
Borist hafa fréttir af áhuga Atlantshafsbandalagsins (NATO) á uppbyggingu í Helguvík fyrir milljarða króna og að utanríkisráðherra hafi lagt til að það yrði liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa heimsfaraldursins. Yrði af framkvæmdum myndi það hafa verulega jákvæð áhrif fyrir svæðið. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvetur ríkisstjórnina til að standa sameinuð í baráttunni gegn þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í atvinnumálum Suðurnesja og útiloka ekkert í þeim efnum.“
Margrét Þórarinsdóttir (M).

Til máls tóku Friðjón Einarsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Gunnar Þórarinsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Baldur Þ. Guðmundsson.

Til máls tók Friðjón Einarsson og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Við teljum óeðlilegt að bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ taki undir " sögusagnir" um áhuga NATO um að ráðast í miklar framkvæmdir í Helguvík sem nemur mörgum milljörðum.
Forsætisráðherra sagði á þingi í gær að engar upplýsingar hefðu komið fram um meintan áhuga þeirra í þessu máli, en að ef svo væri þyrfti þetta að fara fyrir Alþingi.
Við höfum lýst yfir áhuga á uppbyggingu í Helguvík i samstarfi við alla áhugasama aðila en viljum ekki taka þátt í pólitísku moldvirði alþingismanna. Að öðru leyti viljum við vísa til þeirrar bókunar sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi þann 7. apríl síðastliðinn og allir bæjarfulltrúar skrifuðu undir.“
Friðjón Einarsson (S), Styrmir G. Fjeldsted (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Díana Hilmarsdóttir (B), Jóhann Friðrik Friðriksson (B) og Guðbrandur Einarsson (Y).

Til máls tóku Baldur Þ. Guðmundsson, Margrét Þórarinsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Tillaga Margrétar Þórarinsdóttur var borin undir atkvæði:
Margrét Þórarinsdóttir (M), Margrét A. Sanders (D), Baldur Þ. Guðmundsson (D) og Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D) greiddu með tillögunni,
Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Styrmir G. Fjeldsted (S), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Díana Hilmarsdóttir (B) og Guðbrandur Einarsson (Y) greiddu á móti tillögunni,
Gunnar Þórarinsson (Á) sat hjá.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1268. fundar bæjaráðs 7. maí 2020
Fundargerð 1269. fundar bæjarráðs 14. maí 2020

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 8. maí 2020 (2020010012)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi lið fundargerðarinnar frá 8. maí til sérstakrar samþykktar:

Fjórði liður fundargerðarinnar Dalshverfi II - Deiliskipulag (2019050472) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Fimmti liður fundargerðarinnar Dalshverfi III - Nýtt Deiliskipulag (2019050472) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Áttundi liður fundargerðarinnar Aðalgata 21 - Fyrirspurn um íbúðarrými í bílskúr (2020030460) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Níundi liður fundargerðarinnar Mýrdalur 1 fyrirspurn um stækkun á byggingareit og aukið nýtingarhlutfall (2020050012) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Tíundi liður fundargerðarinnar Sólvallagata 26 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs á lóð (2020050016) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Tólfti liður fundargerðarinnar Framnesvegur 14 - Stækkun á bílastæði (2020040229) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Þrettándi liður fundargerðarinnar Hafnargata 36 - Aðgengi (2020050023) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Sautjándi liður fundargerðarinnar Brekadalur 65 - Fyrirspurn (2020050025) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Nítjándi liður fundargerðarinnar Hólmbergsbraut 9 - Andmæli (2020021382) var samþykktur með 11 atkvæðum án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 248, fundar umhverfis- og skipulagsráðs 8. maí 2020

3. Fundargerð menningar- og atvinnuráðs 6. maí 2020 (2020010011)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.

Fylgigögn:

Fundargerð 9. fundar menningar- og atvinnuráðs 6. maí 2020

4. Fundargerð fræðsluráðs 8. maí 2020 (2020010006)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Margrét A. Sanders.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 333. fundar fræðsluráðs 8. maí 2020

5. Fundargerð lýðheilsuráðs 13. maí 2020 (2020010008)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 8. fundar lýðheilsuráðs 13. maí 2020

6. Fundargerð velferðarráðs 13. maí 2020 (2020010007)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson, Kjartan Már Kjartansson, Friðjón Einarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 387. fundar velferðarráðs 13. maí 2020

7. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 14. maí 2020 (2020010252)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 241. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 14. maí 2020

8. Ársreikningur Reykjanesbæjar og stofnana hans 2019 - fyrri umræða (2019110195)

Forseti gaf Kjartani Má Kjartanssyni orðið og kynnti hann ársreikninga Reykjanesbæjar og stofnana hans.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðbrandur Einarsson og lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Beinnar Leiðar, Samfylkingar og Framsóknarflokks:

„Ársreikningur Reykjanesbæjar vegna ársins 2019 er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun ársins, að teknu tilliti til þeirra einskiptisliða sem hafa veruleg áhrif á niðurstöðu ársreiknings.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2019 námu um 26,8 milljörðum króna samkvæmt samstæðureikningi. Rekstrartekjur bæjarsjóðs námu um 17,8 milljörðum króna.
Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 8,8 milljörðum króna en starfsmenn sveitarfélagsins voru að meðaltali 976 talsins. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 4,6 milljarða króna en að teknu tilliti til þeirra liða er rekstrarniðurstaða jákvæð um 5,8 milljarða króna.
Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 9 milljarða króna en að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan jákvæð um rúma 6,8 milljarða.
Þeir einskiptisliðir sem hafa veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu koma til vegna sölu á hlutabréfum í HS Orku upp á rúma 2,7 milljarða króna og síðan færist reiknuð færsla vegna leigusamninga til tekna upp á tæpan 1,3 milljarð króna.
Þá var einnig afskrifuð skuld Íslendings sem er eigandi Víkingaheima, við Reykjanesbæ að upphæð kr. 250 milljónir sem útséð var um að fengist nokkurn tímann greidd.
Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi námu um 70 milljörðum króna og heildareignir bæjarsjóðs námu tæpum 37 milljörðum króna í árslok 2019. Heildarskuldir og skuldbindingar í samanteknum ársreikningi námu um 44 milljörðum króna og í ársreikningi bæjarsjóðs um 26,5 milljörðum kóna í árslok 2019. Eigið fé í samstæðu nam um 26 milljörðum króna og eigið fé bæjarsjóðs var 10,2 milljarðar króna í árslok 2019.
Eigið fé hefur því aukist um 6 milljarða á milli ára hjá bæjarsjóði og 8 milljarða hjá samstæðu.
Skuldaviðmið heldur áfram að lækka og er nú 108,91% hjá samstæðu en 88,53% hjá bæjarsjóði.
Það er ærin ástæða til að fagna góðri rekstarniðurstöðu og þeirri staðreynd að Reykjanesbær er laus undan samningi við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Um leið er rétt að benda á að heimsfaraldurinn af völdum Covid – 19 mun hafa veruleg neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins á þessu ári og jafnvel lengur.
Rekstrarniðurstaða ársins 2019 gerir það hins vegar að verkum að sveitarfélagið er ágætlega í stakk búið til þess að takast á við þær áskoranir sem þessu fylgja. Því er ekki síst að þakka frábæru starfsfólki Reykjanesbæjar sem hefur unnið ötullega að því að gera þessar aðstæður bærilegar fyrir íbúa sveitarfélagsins. Viljum við færa þeim bestu þakkir fyrir.
Framtíðarhorfur Reykjanesbæjar eru hins vegar ágætar, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika og áfram verður unnið að því að bæta aðstæður íbúa. Munum að öll él birtir upp um síðir.“
Guðbrandur Einarsson (Y), Friðjón Einarsson (S), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Styrmir Gauti Fjeldsted (S), Jóhann Friðrik Friðriksson (B) Díana Hilmarsdóttir (B).

Til máls tóku Margrét A. Sanders, Guðbrandur Einarsson, Margrét Þórarinsdóttir, Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Kjartan Már Kjartansson, Gunnar Þórarinsson og Jóhann Friðrik Friðriksson.

Samþykkt 11-0 að vísa ársreikningnum til síðari umræðu 2. júní n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00