628. fundur

15.03.2022 17:00

628. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 15. mars 2022, kl. 17:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Baldur Þ. Guðmundsson, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Styrmir Gauti Fjeldsted og Trausti Arngrímsson. Í forsæti var Guðbrandur Einarsson.

Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll, varamaður Trausti Arngrímsson sat fundinn,

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Gunnar Þórarinsson kom inn á fundinn kl. 17:03.
Margrét Þórarinsdóttir kom inn á fundinn kl. 17:07.

Við upphaf fundar lagði forseti fram eftirfarandi ályktun til afgreiðslu:

"Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, fordæmir harðlega innrás Rússlands í Úkraínu og lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina.

Yfirlýsinguna má lesa hér

Reykjanesbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem er skráð í samstöðuverkefni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kallast #withrefugees og hefur verið í fararbroddi varðandi þjónustu við flóttafólk frá árinu 2004.

Sveitarfélagið mun leitast við að styrkja þá þjónustu enn frekar til að mæta þeim aukna fjölda Úkraínumanna sem hingað munu leita vegna þeirra hörmunga sem nú dynja yfir.

Bæjarstjórn hvetur önnur sveitarfélög á Íslandi til að gera slíkt hið sama og lýsir yfir vilja til að deila reynslu sinni og veita þeim faglegan stuðning við uppbyggingu þjónustunnar."

Samþykkt 11-0.

1. Fundargerðir bæjarráðs 3. og 10. mars 2022 (2022010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tók Friðjón Einarsson.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fundargögn:

Fundargerð 1360. fundar bæjarráðs 3. mars 2022
Fundargerð 1361. fundur bæjarráðs 10. mars 2022

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 4. mars 2022 (2022010013)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 4. mars til sérstakrar samþykktar:

Fjórði liður fundargerðarinnar Deiliskipulag Kalmanstjörn - Nesvegur 50 (2020080234) samþykktur 11-0 án umræðu.
Sjötti liður fundargerðarinnar Iðavellir 1 – stækkun (2022010098) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Friðjón Einarsson. Lagði hann til að vísa máli 2, Dalshverfi III – lóðaumsóknir, úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 4.mars 2022, til bæjarráðs.

Forseti bar upp tillöguna og var hún samþykkt með öllum atkvæðum 11-0.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0 án umræðu.

Fundargögn:

Fundargerð 289. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 4. mars 2022

3. Fundargerð barnaverndarnefndar 28. febrúar 2022 (2022010006)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Margrét Þórarinsdóttir.

Fundargögn:

Fundargerð 291. fundar barnaverndarnefndar 28. febrúar 2022 - fyrir bæjarstjórn

4. Fundargerð lýðheilsuráðs 8. mars 2022 (2022010010)

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Anna Sigríður Jóhannesdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fundargögn:

Fundargerð 27. fundar lýðheilsuráðs 8. mars 2022

5. Fundargerð velferðarráðs 9. mars 2022 (2022010014)

Forseti bar upp tillögu um að vísa máli 2 úr fundargerð velferðarráðs frá 9.mars 2022, Atvinnuleitendur með skerta starfsgetu, til bæjarráðs. Var hún samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðbrandur Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders, Trausti Arngrímsson, Kjartan Már Kjartansson og Díana Hilmarsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fundargögn:

Fundargerð 408. fundar velferðarráðs 9. mars 2022

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.