641. fundur

15.11.2022 17:00

641. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 15. nóvember 2022, kl. 17:00

Viðstaddir: Aðalheiður Hilmarsdóttir, Birgitta Rún Birgisdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Friðjón Einarsson, Guðbergur Reynisson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Trausti Arngrímsson og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðbergur Reynisson.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Trausti Arngrímsson sat fyrir hana.
Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Aðalheiður Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
Margrét A. Sanders boðaði forföll, Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hana.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 3. og 10. nóvember 2022 (2022010004)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Birgitta Rún Birgisdóttir og Friðjón Einarsson.

Til máls tók Guðbergur Reynisson og lagði fram eftirfarandi bókun:

Mál 8 í fundargerð bæjarráðs frá 10. nóvember 2022:
„Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að hlutverkaskipting sé skýr á milli Byggingarnefndar og verkefnastjórnar og að erindisbréf liggi fyrir.

Auk þess þarf formlegt erindisbréf að liggja fyrir ef bæta á fleiri fasteignum sveitarfélagsins við verksvið byggingarnefndarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn óskar einnig eftir svörum við því hvort til sé viðbragðsáætlun hjá sveitarfélaginu um hvernig eigi að aðstoða og hlúa að því starfsfólki og nemendum sem eru að veikjast vegna myglu í fasteignum Reykjanesbæjar eða þar sem starfsemi sveitarfélagsins fer fram.“

Helga Jóhanna Oddsdóttir, Guðbergur Reynisson og Birgitta Rún Birgisdóttir, Sjálfstæðisflokki.

Til máls tóku Friðjón Einarsson, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðirnar samþykktar 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1391. fundar bæjarráðs 3. nóvember 2022
Fundargerð 1392. fundar bæjarráðs 10. nóvember 2022

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 4. nóvember 2022 (2022010013)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi liði fundargerðarinnar frá 4. nóvember til sérstakrar samþykktar:
Sjöunda mál fundargerðarinnar Framnesvegur - breyting á deiliskipulagi (2022040385) samþykktur 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason og Valgerður Björk Pálsdóttir

Forseti lagði til að 8. mál frá fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs verði vísað til framtíðarnefndar. Samþykkt 11-0.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 302. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 4. nóvember 2022

3. Fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar 20. október 2022 (2022010012)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Díana Hilmarsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 267. fundar Stjórnar Reykjaneshafnar 20.10.22

4. Fundargerð framtíðarnefndar 9. nóvember 2022 (2022010007)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 35. fundar framtíðarnefndar 9. nóvember 2022

5. Fundargerð fræðsluráðs 11. nóvember 2022 (2022010008)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 356. fundar fræðsluráðs 11. nóvember 2022

6. Jafnlaunastefna Reykjanesbæjar – síðari umræða (2022100384)

Forseti gaf orðið laust um Jafnlaunastefnu Reykjanesbæjar. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson.

Jafnlaunastefna Reykjanesbæjar samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Jafnlaunastefna

7. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2023-2026 – fyrri umræða (2022080148)

Forseti gaf orðið laust um fjárhagsáætlunina. Til máls tók Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri sem fylgdi áætluninni úr hlaði og fór yfir helstu áhersluatriði.

Til máls tók Valgerður Björk Pálsdóttir.

Til máls tók Helga Jóhanna Oddsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks:

„Sjálfstæðisflokkurinn vekur athygli á því að í forsendum og markmiðum fjárhagsáætlunar 2023 er gert ráð fyrir að útsvar hækki um 23%, tekjur af lóðaleigu um 28% og fasteignaskattar um 19%, þrátt fyrir að álagningarhlutfall fasteignaskatts sé lækkað.

Einnig er gert ráð fyrir að launakostnaður hækki um 5% á milli ára þrátt fyrir að stöðugildum fjölgi um 15. Mikil óvissa er m.a. vegna kjarasamninga og vekur Sjálfstæðisflokkurinn athygli á því að launakostnaður hefur aukist hjá Reykjanesbæ um 65% frá árinu 2018. Starfsmannafjöldi Reykjanesbæjar hefur aukist um 31% á þessum tíma, á meðan fjölgun íbúa nam 18% á sama tímabili.

Miðað við ofangreinda þróun telur Sjálfstæðisflokkurinn mikilvægt að farið sé vel í saumana á öllum útgjaldaliðum, sér í lagi stöðugildafjölda og hækkun launakostnaðar. Í ljósi þess telur Sjálfstæðisflokkurinn mikilvægt að skoða allan rekstrar- og launakostnað á síðasta kjörtímabili og hvernig hann hefur skilað sér í betri þjónustu við íbúa.

Í samanburði við sambærileg sveitarfélög er framlag til menningarmála í Reykjanesbæ töluvert hærra miðað við tekjur en í öðrum málaflokkum. Við erum sem sagt að leggja meira til menningarmála sem hlutfall af tekjum en þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að öflugt menningarlíf sé í sveitarfélaginu en að ávallt sé þess gætt að fjármunum sé varið á sem bestan hátt. Því teljum við eðlilegt að kostnaður við málaflokkinn sé skoðaður í heild sinni og þeir möguleikar sem eru til hagræðingar. Til dæmis má skoða hvort Hljómahöll/Stapinn verði færður yfir í einkarekstur með stuðningi sveitarfélagsins. Auk þess þarf að skoða rekstur tónlistarskólans sem tilheyrir fræðslumálum, þannig að hann endurspegli raunverulegan kostnað svo sem húsnæðiskostnað.

Leggja þarf aukna áherslu á að verkefni sem ekki eru lögbundin í starfsemi sveitarfélagsins, séu gerð upp með skýrum hætti og ávallt sé lagt mat á hagkvæmni þeirra þegar áframhaldandi stuðningur við þau er ákveðinn.

Sjálfstæðisflokkurinn sér ástæðu til að ítreka áætlaða hækkun útsvars um 23%, hækkun tekna af lóðarleigu um 28% og hækkun fasteignaskatta um 19% á árinu 2023. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun skatta hjá sveitarfélagsinu er ekki verið að auka þjónustu við íbúa, heldur er ljóst að niðurskurðar er þörf. Slíkur rekstur getur ekki verið sjálfbær til lengdar.“

Helga Jóhanna Oddsdóttir, Guðbergur Reynisson og Birgitta Rún Birgisdóttir.

Til máls tók Rannveig Erla Guðlaugsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun Umbótar:

„Umbót langar að leggja fram nokkrar hugmyndir er snúa að lækkun kostnaðar eða aukningu tekna Reykjanesbæjar.

Við myndum gjarnan vilja skoða þá hugmynd frekar sem hefur komið áður fram um að tekjutengja leikskólagjöld. Þannig væru þeir sem hafa hvað hæst laun að greiða t.d. 4-6 þúsund krónum meira en þeir sem eru með hvað lægst laun. Hægt væri að hafa viðmiðið við t.d. 1 m.kr. eða nota önnur viðmið er hentugri væru. Þetta fyrirkomulag tíðkast víða á Norðurlöndum.

Umbót leggur einnig til að tvisvar á ári sé send valkvæð krafa í heimabanka hjá foreldrum grunnskólabarna fyrir ritfangagjald. Það er ekki lögbundin krafa sveitarfélags að útvega ritföng en vissulega er fyrirkomulagið mun þægilegra fyrir bæði foreldra, kennara og börn. Upphæðin þarf ekki að vera há og þær kröfur sem ekki eru greiddar falli sjálfkrafa niður eftir 45 daga. Kæmi þetta á móti kostnaði skólanna við kaup á ritföngum sem bærinn greiðir nú þegar.

Hitt sem við viljum koma inn á og Umbót setur spurningamerki við er hvort hægt sé að halda uppi þeirri þjónustu sem þörf er á í Reykjanesbæ vegna fjárhagsskorts. Í nýjum og jafnvel grónum hverfum sem stækka umtalsvert hefur bæjarfélagið ekki náð að láta lögbundna þjónustu sem og byggingu leikskóla fylgja í takt við öra uppbyggingu hverfa.

Framtíðarsýnar er þörf. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir 35 þúsund nýjum íbúðum á næsta áratug hefur kallað á skoðun nýrra lausna. Þegar kemur að úthlutun lóða þarf að tryggja fjármögnun við uppbyggingu innviða í nýjum hverfum á borð við leikskóla, skóla og íþróttamannvirkja. Nefna má að í Mosfellsbæ hafa uppbyggingarsamningar eða byggingarréttargjöld aukið verulega tekjur Mosfellsbæjar af lóðarsölu. Nýlega hefur Mosfellsbær gert samning um byggingu 3500 nýrra íbúða á 20 ára tímabili. Sá uppbyggingarsamningu skilar byggingarréttargjaldi sem næmi milljarði og framlagi til byggingar íþróttamannvirkja sem einnig næmi milljarði.

Ef ekki verður skoðað ítarlega að taka upp innviðagjald sem hjálpa til við að byggja upp innviði sem eru nauðsynlegir í hverju hverfi verður uppbygging Reykjanesbæjar ekki sjálfbær og endar í stórum mínus.“

Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, Umbót

Til máls tóku Friðjón Einarsson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason og Kjartan Már Kjartansson.

Fjárhagsáætlun 2023-2026 vísað til síðari umræðu 6. desember nk. Samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55.