132. fundur

27.08.2019 16:30

132. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 27. ágúst 2019 kl. 16:30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestir fundarins undir máli númer eitt: Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar, Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar og Jóhann Birnir Guðmundsson, yfirþjálfari yngri flokka.

1. Erindi frá knattspyrnudeild Keflavíkur (2019080063)

Forsvarsmenn knattspyrnudeildar Keflavíkur fylgdu úr hlaði margvíslegum hugmyndum er varða starfsemi knattspyrnudeildarinnar.

Vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2020.

Fylgigögn:

Erindi frá Knattspyrnudeild Keflavíkur

2. Íþróttasjóður Reykjanesbæjar (2019050294)

Tillaga bæjarfulltrúa Miðflokksins um að stofna afrekssjóð fyrir ungt íþróttafólk sem á lögheimili í bæjarfélaginu.

ÍT ráð þakkar bæjarfulltrúa Miðflokksins fyrir að huga að stuðningi við íþróttafólkið okkar en vill jafnframt upplýsa að slíkur sjóður er til staðar hjá íþrótta- og tómstundaráði. Sjóðurinn er vel nýttur en alls hefur verið úthlutað úr honum 83 sinnum á þessu ári. Upphæðin sem hver íþróttamaður getur fengið í styrk í hverri ferð er 20.000 kr. Sú fjárhæð hefur verið sú sama um árabil og leggur ÍT ráð til að upphæðin verði tvöfölduð í fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2020. Vinnureglur Íþróttasjóðs fylgja með til frekari glöggvunar.

Fylgigögn:

Tillaga frá bæjarfulltrúa Miðflokksins
Tillaga Miðflokksins - bókun bæjarstjórnar
Vinnureglur íþróttasjóðs ÍT

3. Yfirlýsing frá aðalstjórn UMFN (2019080116)

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tekur heilshugar undir yfirlýsingu aðalstjórnar UMFN um stuðning Reykjanesbæjar við afreksæfingar íþróttafólksins okkar. ÍT ráð þakkar Guðlaugi Helga Sigurjónssyni, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og Berglindi Ásgeirsdóttur, yfirmanni vinnuskólans, fyrir að sýna verkefninu skilning.

Fylgigögn:

Yfirlýsing frá aðalstjórn UMFN

4. Skýrslur sumarnámskeiða (2019080558)

Skýrslur Sport- og ævintýraskóla UMFN og Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur lagðar fram.

Íþrótta- og tómstundaráð vill koma á framfæri kærum þökkum til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og leggur jafnframt áherslu á að fjármagn fáist við fjárhagsáætlun 2020 hjá Reykjanesbæ.

Fylgigögn:

Skýrsla íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur 2019
Skýrsla sport- og ævintýraskóla UMFN 2019

5. Fjárhagsáætlun 2020 (2019080559)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi skýrði frá vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

Ráðið leggur áherslu á að tryggja þurfi fjármuni til uppbyggingar íþróttamannvirkja líkt og bókun ráðsins frá 18. júní sl. segir til um. Stefnt er að uppbyggingu íþróttamannvirkja í góðri samvinnu við íþróttafélögin. Að auki verði hugað að gerð samstarfssamninga við Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag og Ungmennafélag Njarðvíkur sem og að kanna hvort mögulegt sé að hækka hvatagreiðslur úr 28.000 kr. í 35.000 kr. frá og með 1. janúar 2020. Enda segir í málefnasamningi að stefnt sé að hækkun upp í 50.000 kr. á kjörtímabilinu.

6. Dagskrá íþrótta og tómstunda Ljósanæturdagana 4. - 8. september nk. (2019080691)

Dagskráin lögð fram. Fleiri viðburðir eiga vafalaust eftir að bætast við. Alla dagskrána má sjá inn á vefslóðinni ljosanott.is.

Fylgigögn:

Dagskrá íþrótta og tómstunda á Ljósanótt 2019

Með því að smella á þennan tengil má fara á vef Ljósanætur


Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. september 2019.