09.10.2019 16:00

133. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. október 2019 kl. 16:00

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Jóhann Birnir Guðmundsson, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð. Guðbergur Reynisson formaður ÍRB boðaði forföll

1. Skýrslur vallarstjóra knattspyrnudeilda (2019100082)

Skýrslur vallarstjóra knattspyrnudeilda Keflavíkur og UMFN lagðar fram.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir skýrslurnar.

Fylgigögn:

Skýrsla vallarstjóra Knattspyrnudeildar Keflavíkur 2019
Skýrsla vallarstjóra Knattspyrnudeildar Njarðvíkur 2019

2. Fjárhagsáætlun ÍT 2020 (2019080559)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir fjárhagsramma fyrir árið 2020.

3. Íþróttasjóður Reykjanesbæjar (2019050294)

Tillaga forsvarsmanna Júdódeildar UMFN um breytingar á íþróttasjóði Reykjanesbæjar.

Íþrótta- og tómstundaráð endurskoðaði reglugerð um íþróttasjóðinn árið 2017 og telur ekki ástæðu til að gera breytingu að sinni.
Það er von ráðsins að hægt verði að hækka framlag í sjóðinn til að koma betur til móts við unga íþróttafólkið okkar sem tekur þátt í margvíslegum verkefnum á erlendri grundu.

Fylgigögn:

Erindi Júdódeildar UMFN
Vinnureglur Íþróttasjóðs ÍT

4. Umsókn í Forvarnarsjóð (2019050291)

María Guðmunda Pálsdóttir námsráðgjafi í Heiðarskóla sækir um f.h. Heiðarskóla til að bjóða upp á fræðslu um afleiðingar fíkniefnaneyslu. Fyrirlesari verður Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir.

ÍT ráð samþykkir erindið.

Fylgigögn:

Umsókn Heiðarskóla í forvarnarsjóð

5. Drög að erindisbréfi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar (2019080248)

Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 15. október 2019.