08.09.2020 15:30

142. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn í fjölskyldusetrinu, Skólavegi 1 þann 8. september 2020 kl. 15:30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð. Guðbergur Reynisson formaður ÍRB boðaði forföll.

1. Umsókn í forvarnarsjóð (2020010022)

Umsókn Haraldar Axels Einarssonar grunnskólafulltrúa Reykjanesbæjar um styrk í forvarnarsjóð Reykjanesbæjar.

Um er að ræða fræðslu fyrir nemendur í 8. – 10. bekk í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar á vegum fyrirtækisins Heilsulausna.

ÍT ráð samþykkir umsóknina og fagnar því að fræðslan verði í boði í öllum skólum bæjarins.

2. Fjárhagsáætlun ÍT 2021 (2020060142)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun ÍT 2021.

3. Skýrslur sumarnámskeiða ÍT (2020080527)

Skýrslur um Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur og Sport- og ævintýraskóla UMFN lagðar fram.

ÍT ráð þakkar fyrir greinargóðar skýrslur.

Fylgigögn:

Íþrótta- og leikjaskóli Keflavíkur 2020 - skýrsla
Sport - og ævintýraskóli UMFN - skýrsla

4. Allir með (2020080531)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir verkefnið Allir með sem hleypt var af stokkunum fimmtudaginn 3. september.

Það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn.

Reykjanesbær hefur sett sér það markmið að vera fjölskylduvænn bær og hugar nú sérstaklega að vellíðan barna, jákvæðum samskiptum þeirra og sterkri félagsfærni. Þetta er gert með áherslu á þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, því allt bendir til þess að samfélagsleg virkni leiði til betri líðan, jákvæðari samskipta, sterkari félagsfærni og þess að fólk sé hluti af samfélagsheildinni.

Félagsmálaráðuneytið styrkir verkefnið.

Fylgigögn:

Allir með - fréttatilkynning

5. Erindi frá Keflavík íþrótta- og ungmennafélagi (2020090058)

Minnispunktar frá aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélagi um samstarfssamninginn lagðir fram.

Erindinu vísað í vinnu um fjárhagsáætlun 2021.

6. Hugmyndir frá Betri Reykjanesbæ (2020060548)

a) Félagsmiðstöðvar í öll hverfi í Reykjanesbæ.

ÍT ráð telur að Fjörheimar sinni hlutverki sínu afar vel sem miðlæg félagsmiðstöð í sveitarfélaginu. Þess má þó geta að gert er ráð fyrir félagsmiðstöð í Stapaskóla, nýjum skóla í Innri-Njarðvík.

b) Eftirskólaúrræði á Ásbrú með margvíslegar listir að leiðarljósi.

ÍT ráð minnir á að Fjörheimar eru með fjölbreytta dagskrá þar sem listir og menning leika stórt hlutverk.

c) SportCourt körfuboltavöllur við Myllubakkaskóla.

ÍT ráð tekur undir hugmyndina og leggur til að erindið verði skoðað í væntanlegum starfshópi um skólalóðir í Reykjanesbæ.

d) Ærslabelgur við Njarðvíkurskóla.

ÍT ráð telur að næstu ærslabelgir í sveitarfélaginu ættu að vera settir fjær ungmennagarðinum sem staðsettur er við Fjörheima/88 Húsið. ÍT ráð leggur til að erindið verði skoðað í væntanlegum starfshópi um skólalóðir í Reykjanesbæ.

7. Beiðnir um greiðslu fasteignagjalda (2020090084)

Beiðnir Skátafélagsins Heiðarbúa og Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags um greiðslu fasteignagjalda.

ÍT ráð samþykkir erindin enda á fjárhagsáætlun ráðsins, en vill þó minna á að mikilvægt er að sækja um til sveitarfélagsins áður en að frestur rennur út á ári hverju.

8. Fjörheimar og 88 Húsið - kynningarmyndband (2020090085)

Nýtt kynningarmynd um starfsemina í Fjörheimum og 88 Húsinu sýnt. ÍT þakkar fyrir flott myndband og metnaðarfulla starfssemi. 

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða kynningarmyndband um Fjörheima og 88 Húsið


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. september 2020.