- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Alexander Ragnarsson, Jón Haukur Hafsteinsson.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Framtíðarnefnd og umhverfis- og skipulagsráð óska eftir umsögn um stefnuna.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar þakkar fyrir vel unnin drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar.
Drög að þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar þakkar fyrir vel unna stefnu.
Ólöf Sveinsdóttir formaður, Sigurpáll Geir Sveinsson íþróttastjóri og Andrea Ásgrímsdóttir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja kynntu starfsemi klúbbsins og fylgdu úr hlaði erindum til íþrótta- og tómstundaráðs.
ÍT ráð tekur vel í erindin og vísar þeim til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
Umsögn ungmennaráðs Reykjanesbæjar lögð fram.
Fylgigögn:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Samtakahópnum og starfsfólki Fjörheima fyrir fræðandi myndbönd um skaðsemi orkudrykkja á börn og unglinga.
Fylgigögn:
Erindi frá íbúa í Reykjanesbæ þar sem ráðið er hvatt til að til að veita atvinnuleitendum frítt í sund tímabundið.
ÍT ráð tekur undir erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða málið nánar.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar stjórnendum og nemendum Háaleitisskóla sem og stjórnendum Fjörheima til hamingju með opnun á nýju félagsmiðstöðinni.
Fylgigögn:
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. mars 2021.