- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Birgir Már Bragason, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson.
Að auki sátu fundinn Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, , Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Samningur við KFUM og KFUK fyrir starfsárið 2022 lagður fram og samþykktur.
Eydís Mary Jónsdóttir, Gunnar Örn Guðmundsson, Gnýr Elíasson, Jana Lind Ellertsdóttir Hrafnkell Þór Þórisson og Sigurbjörn Sigurðsson frá Glímudeild UMFN fóru yfir starfsemi deildarinnar og óskuðu eftir viðræðum um nýtingu á aðstöðunni í Bardagahöllinni.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir frekari gögnum frá Glímudeild UMFN.
Erindi frestað.
Íþrótta- og tómstundaráð heimsótti Vatnaveröld og fékk kynningu á starfsemi Sundráðs ÍRB og hverjar helstu þarfir og áherslur ráðsins eru.
Ljóst er að þörf er á viðhaldi í Vatnaveröld.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.
Fylgigögn:
Íþrótta- og tómstundaráð heimsótti aðstöðu félagsins að Smiðjuvöllum 5 og fékk kynningu frá Karenu Rúnarsdóttur, Árna Birni Ólafssyni og Erlu Björk Sigurðardóttur á starfsemi félagsins.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.
Íþrótta- og tómstundaráð fékk sendar kynningar á starfsemi er varðar börn og ungmenni í Hestamannafélaginu Mána.
Kynningarnar lagðar fram.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góðar kynningar.
Fylgigögn:
Umsókn Barna og unglingaráðs Knattspyrnudeildar Keflavíkur í forvarnarsjóð.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir umsóknina.
Fylgigögn:
Íþrótta- og tómstundaráð fékk sendar kynningar á starfsemi er varðar börn og ungmenni hjá Golfklúbbi Suðurnesja.
Kynningin lögð fram.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góðar kynningar.
Fylgigögn:
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2022.