- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Davíð Már Gunnarsson, Friðjón Einarsson, Hjördís Baldursdóttir og Marta Sigurðardóttir.
Birgir Már Bragason boðaði forföll, Davíð Már Gunnarsson sat fundinn fyrir hann.
Sindri Kristinn Ólafsson boðaði forföll, Friðjón Einarsson sat fundinn fyrir hann.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Hermann Borgar Jakobsson áheyrnafulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Drög að breyttum reglum afreks- og íþróttasjóðs Reykjanesbæjar lögð fram.
Atli Þorsteinsson formaður Taekwondodeildar Keflavíkur kynnti starfsemi deildarinnar.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Atla fyrir góða kynningu. Í máli hans kom fram að mikil aðsókn er í starf deildarinnar og komið er að endurnýjun búnaðar og nýjum keppnisbúnaði. Erindi þess efnis er væntanlegt til ráðsins og verður tekið fyrir í fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins.
Anna Sigríður Jóhannesdóttir formaður fimleikadeildar Keflavíkur og Unnur Kristinsdóttir annar varaformaður fimleikadeildar Keflavíkur kynntu starfsemi og þarfir deildarinnar.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu haustsins.
Samningurinn við Hestamannafélagið Mána um eflingu barna- og ungmennastarfs 2023 lagður fram.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir samninginn.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 Hússins fylgdi úr hlaði erindisbréfi varðandi frístundastefnu Reykjanesbæjar.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar vinnuhópnum góðs gengis og vill fá reglulegar upplýsingar af vinnu hópsins.
Fylgigögn:
Erindisbréf - nefnd um gerð frístundastefnu Reykjansbæjar
Frístundastefna Reykjanesbæjar - kynning
Skýrsla Skátafélagsins Heiðabúa vegna kofabyggðar sumarið 2023 lögð fram.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir skýrsluna og minnir jafnframt á að finna þarf starfseminni nýjan stað næsta sumar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. september 2023.