- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Birgir Már Bragason, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir og Sindri Kristinn Ólafsson.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar sagði frá þátttökutölum barna og ungmenna í íþróttum og tómstundum í Reykjanesbæ árið 2023.
Helstu tölur eru að þátttaka barna 4 til 18 ára hækkar úr 56 % í 60,6 % og þátttaka erlendra barna úr 27,2 % í 30,7 %
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Maciej Baginski rekstrarfulltrúa hagdeildar fyrir vel unna greiningarvinnu.
Fylgigögn:
Þátttökutölur barna og ungmenna í íþróttum í Reykjanesbæ 2023
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram gögn sem send verða til lögmanns Glímudeildar UMFN.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir tilraunaverkefnið um Nettóhöllina.
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir ánægju með verkefnið.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025.
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
Atvinnu- og hafnaráð óskar eftir umsögnum um meðfylgjandi drög að atvinnustefnu Reykjanesbæjar 2024 – 2034.
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir ánægju með vel unnin drög að atvinnustefnu og gerir ekki athugasemdir við þau.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. apríl 2024.