38. fundur

23.05.2023 14:00

38. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23. maí 2023, kl. 14:00

Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Daníel Örn Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs, Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Mannauðsstefna Reykjanesbæjar 2023 - drög til umsagnar (2023040237)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um drög að mannauðsstefnu Reykjanesbæjar 2023.

Lýðheilsuráð lýsir ánægju með vel unna mannauðsstefnu og gerir ekki athugasemdir við hana.

2. Ég er Unik - hvernig get ég hjálpað barninu mínu? (2023050364)

Lýðheilsuráð minnir á fræðsluna Ég er Unik – hvernig get ég hjálpað barninu mínu, sem ráðið stendur fyrir í samstarfi við Bókasafn Reykjanesbæjar. Viðburðurinn er framlag ráðsins í tilefni af Einstökum apríl.

Fylgigögn:

Ég er Unik - hvernig get ég hjálpað barninu mínu?

3. Sumar í Reykjanesbæ 2023 (2023040037)

Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti fjölbreytt framboð íþrótta og tómstunda í Reykjanesbæ sumarið 2023. Upplýsingar um það sem í boði er má finna á frístundavef sveitarfélaganna á Suðurnesjum, fristundir.is. Bent er á að enn er hægt að senda inn efni á netfangið sumar@reykjanesbaer.is.

Fylgigögn:

Sumar í Reykjanesbæ
Frístundir.is
Með því að smella hér má skoða myndbandið Hugaðu að heilsunni

4. Fundargerð Samtakahópsins 21. maí 2023 (2023010161)

Fundargerð Samtakahópsins lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahóspins 22. maí 2023

5. Snjallsímalausir grunnskólar - erindi fulltrúa ungmennaráðs Reykjanesbæjar (2023030312)

Daníel Örn Gunnarsson, fulltrúi ungmennaráðs í lýðheilsuráði, kynnti áhugaverðar hugmyndir sínar um snjallsímalausa grunnskóla. Daníel Örn flutti erindi um sama málefni fyrir hönd ungmennaráðs á fundi ráðsins með bæjarstjórn þann 2. maí sl.

Lýðheilsuráð þakkar Daníel Erni Gunnarssyni fyrir mjög góða kynningu og tekur heilshugar undir hans málflutning.

Fylgigögn:

Erindi fulltrúa ungmennaráðs Reykjanesbæjar
Snjallsímalausir grunnskólar

6. Vinnuskóli Reykjanesbæjar - kynning (2023050380)

Gunnhildur Gunnarsdóttir og Hreggviður Hermannsson frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar kynntu metnaðarfullar hugmyndir um starfsemi vinnuskólans í sumar.

Lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu og óskar starfsfólki og nemendum vinnuskólans góðs gengis í sumar.

Fylgigögn:

Starfsemi Vinnuskóla Reykjanesbæjar og framtíðarsýn

7. Erindisbréf lýðheilsuráðs - drög til umsagnar (2023050182)

Forsetanefnd óskar eftir umsögn um drög að uppfærðu erindisbréfi lýðheilsuráðs.

Lýðheilsuráð telur fyrirliggjandi drög að erindisbréfi skilgreina vel hlutverk lýðheilsuráðs. Þó eru þar atriði sem mætti skoða nánar og felur ráðið Bjarneyju Rut Jensdóttur formanni lýðheilsuráðs að koma þeim athugasemdum til forsetanefndar fyrir tilskilinn frest.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. júní 2023.