40. fundur

05.09.2023 14:00

40. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 5. september 2023, kl. 14:00

Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 Hússins og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Heilsu- og forvarnarvika Suðurnesja 25. september - 1. október 2023 (2023060135)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá Heilsu- og forvarnarvikunni en skipulagning stendur yfir.

Fylgigögn:

Heilsu- og forvarnarvika Suðurnesja 25. september - 1. október 2023

2. Skýrsla Vinnuskóla Reykjanesbæjar - kynning (2023050380)

Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 Hússins kynnti skýrslu Vinnuskóla Reykjanesbæjar.

Lýðheilsuráð þakkar Gunnhildi og hennar fólki fyrir vel unnin störf í sumar.

Fylgigögn:

Kynning á skýrslu Vinnuskóla Reykjanesbæjar 

Skýrsla Vinnuskóla Reykjanesbæjar

3. Forvarnardagur ungra ökumanna 21. september nk. (2023080543)

Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 Hússins sagði frá forvarnardegi ungra ökumanna sem fer fram í 88 Húsinu 21. september.

Fylgigögn:

Forvarnardagur ungra ökumanna

4. Hvatagreiðslur eldra fólks í Reykjanesbæ (2023050588)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að reglum og hvernig staðið verði að hvatagreiðslum fyrir eldra fólk sem ráðgert er að taki gildi 1. janúar 2024.

Lýðheilsuráð lýsir ánægju með framtakið. Mikilvægt er að hvetja alla til hreyfingar, ekki síst eldra fólk.

5. Snjallsímalausir grunnskólar (2023030312)

Bjarney Rut Jensdóttir formaður Lýðheilsuráðs sagði frá vinnu við málþing sem Lýðheilsuráð og Menntaráð koma sameiginlega að í Stapa í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar.

6. Útivistartími barna veturinn 2023 - 2024 (2023090007)

Lýðheilsuráð minnir á mikilvægi þess að virða útivistartíma barna og ungmenna sem tók gildi þann 1. september sl. Börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera lengur úti en til 22.00 og börn 12 ára og yngri til kl. 20.00.

Fylgigögn:

Útivistartími barna veturinn 2023 - 2024

7. Frístundir.is (2023010324)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti vefinn fristundir.is – nú hafa flestir skilað inn efni á vefinn og virkilega gaman að sjá fjölbreyttar auglýsingar um félagsstarf fyrir eldra fólk.

Fylgigögn:

Frístundir.is - auglýsing

Með því að smella hér ferðu inná vefinn fristundir.is

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. september 2023.