- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.
Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar fór yfir niðurstöður lýðheilsuvísa sem voru frumfluttir 14. september og í fyrsta skipti niðurbrotið fyrir 9 fjölmennustu sveitarfélögin.
Lýðheilsuráð er sammála um að niðurstöðurnar gefi til kynna að mikil sóknarfæri eru til að skapa aðstæður fyrir betri líðan og að íbúar Reykjanesbæjar í samstarfi við bæjaryfirvöld verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að svo megi verða.
Fylgigögn:
Lýðheilsuvísar 2023 fyrir Reykjanesbæ
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar kynnti heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar sem fram fer 25. september – 1. október nk.
Dagskráin í heild sinni verður birt inn á visitreykjanesbaer.is
Fylgigögn:
Viltu vera þátttakandi í heilsu- og forvarnarviku?
Bjarney Rut Jensdóttir formaður lýðheilsuráðs sagði frá vinnu við málþing sem lýðheilsuráð og menntaráð koma sameiginlega að í Stapa þann 28. september nk. í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar.
Lýðheilsuráð hefur síðastliðið ár verið í samráði við fagfólk og skoðað rannsóknir vegna geðheilbrigði ungmenna í tengslum við notkun snjalltækja og samfélagsmiðla. Lýðheilsuráð vill með þessu málþingi fá aðila sem starfa innan skólasamfélagsins, ungmenni og foreldra þeirra til þess að koma og taka þátt í umræðu um áhrif snjalltækja á ungmenni í nútímasamfélagi.
Lýðheilsuráð leggur áherslu á að þau sem starfa með börnum og ungmennum kynni sér vel áherslur æskulýðsvettvangsins.
Lýðheilsuráð felur Hafþóri Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma upplýsingum á viðeigandi aðila.
Fylgigögn:
Dagatalið lagt fram til kynningar.
Fylgigögn:
Áhugaverðir dagar og viðburðir - haustmisseri 2023
Lýðheilsuráð fagnar að gert sé ráð fyrir áframhaldandi starfi ráðsins. Höldum áfram saman að vinna að heilsueflandi samfélagi – íbúum Reykjanesbæjar til heilla.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. október 2023.