42. fundur

17.10.2023 14:00

42. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. október 2023, kl. 14:00

Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Hjörtur Guðbjartsson, Magnús Einþór Áskelsson, Sighvatur Jónsson og Tanja Veselinovic.

Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Karítas Lára Rafnkelsdóttir boðaði forföll. Sighvatur Jónsson sat fundinn í hennar stað.

Anna Lydía Helgadóttir boðaði forföll. Tanja Veselinovic sat fundinn í hennar stað.

Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir boðaði forföll. Hjörtur Guðbjartsson sat fundinn í hennar stað.

1. Lýðheilsumál starfsmanna Reykjanesbæjar (2023030309)

Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri og Kolbrún Sigtryggsdóttir mannauðsfulltrúi sögðu frá nýjum fræðsluvef fyrir starfsfólk Reykjanesbæjar sem miðar að því að efla starfsfólk sveitarfélagsins í starfi.

2. Íslenska æskulýðsrannsóknin - helstu niðurstöður í Reykjanesbæ vorönn 2023 (2023100194)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar fór yfir helstu niðurstöður úr íslensku æskulýðsrannsókninni sem lögð var fyrir nemendur í 4. - 10. bekk vorið 2023.

Lýðheilsuráð er sammála um að niðurstöðurnar gefi til kynna að mikil sóknarfæri eru til að skapa aðstæður fyrir betri líðan og að nemendur, foreldrar og fagfólk í samstarfi við bæjaryfirvöld verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að svo megi verða.

3. Snjallsímalausir grunnskólar (2023030312)

Bjarney Rut Jensdóttir formaður lýðheilsuráðs sagði frá málþingi um snjallsímalausa grunnskóla sem haldið var 27. september sl.

Málþingið var samstarfsverkefni lýðheilsuráðs og menntaráðs.

Lýðheilsuráð tekur undir þær umræður sem Jón Pétur Zimsen, Þorgrímur Þráinsson og Hermundur Sigmundsson hafa haldið uppi að undanförnu að ekki eigi að leyfa snjallsíma í grunnskólum landsins.

Lýheilsuráð telur mikilvægt fyrir líðan barna og ungmenna í Reykjanesbæ að símar verði ekki leyfðir á skólatíma.

Einnig verður send út könnun á foreldra grunnskólabarna um afstöðu þeirra til málefnisins.

Lönd eins og Frakkland, Holland og Danmörk hafa bannað snjallsíma í grunnskólum sínum.

Fylgigögn:

Niðurstöður úr málþingi sjallsíma og samfélags

Greinar um málefnið

Viðtal við fulltrúa ungmennaráðs í lýðheilsuráði

4. Skólaforðun (2023100201)

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir þroskaþjálfi og fjölskylduráðgjafi sagði frá starfi sínu í Holtaskóla sem miðar að því að draga úr skólaforðun.

Lýðheilsuráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu.

5. Börn foreldra með geðvanda (2023100203)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá áhugaverðum fyrirlestri sem lýðheilsuráð í samstarfi við Bókasafn Reykjanesbæjar bauð upp á fyrir skemmstu. Sigríður Gísladóttir fjallaði um börn sem eiga foreldra með geðvanda. Fyrirlesturinn var ákaflega vel heppnaður og áhugaverður.

Fylgigögn:

Okkar heimur

6. Endurskinsmerki - hvatning Samtakahópsins og lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar (2023100208)

Lýðheilsuráð og Samtakahópurinn hvetur bæjarbúa til að setja á sig og börnin endurskinsmerki nú þegar myrkrið færist yfir.

Fylgigögn:

Samtakahópurinn minnir á endurskinsmerki og notkun þeirra

7. Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar 2023 (2023060135)

Lýðheilsuráð þakkar fyrir þátttökuna í heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar sem haldin var 25. september til 1. október í sextánda sinn. Mjög góð þátttaka var meðal bæjarbúa og stofnanir Reykjanesbæjar, fyrirtæki og einstaklingar buðu upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá og mikið áhorf var á rafrænu fyrirlestrana sem voru í boði svo eitthvað sé nefnt.

Um 100 manns mættu í heilsufarsmælingu Brunavarna Suðurnesja og flott mæting var á málþing mennta- og lýðheilsuráðs um snjallsímalausa grunnskóla.

Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar verður haldin í 17. sinn fyrstu vikuna í október 2024.

Allar ábendingar um hvað gera megi betur má koma til skila á netfangið forvarnir@reykjanesbaer.is

Fylgigögn:

Þakkir fyrir þátttöku í heilsu- og forvarnarviku

8. Svæðisbundið samráð um aðgerðir gegn ofbeldi á Suðurnesjum (2023100218)

Drög að samstarfsyfirlýsingu lögð fram.

9. Fundargerð Samtakahópsins frá 12.október 2023 (2023010161)

Fundargerð Samtakahópsins frá 12.október 2023 lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. nóvember 2023.