45. fundur

13.02.2024 14:00

45. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. febrúar 2024, kl. 14:00

Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundarfulltrúi, Perla Dís Gunnarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Vinnuskóli Reykjanesbæjar sumarið 2024 (2024020093)

Ólafur Bergur Ólafsson frístundaráðgjafi mætti á fundinn og kynnti áherslur í Vinnuskólanum sumarið 2024.

Lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu.

Í ljósi þess að mörg ungmenni á 17. aldursári eiga í erfiðleikum með að fá sumarstörf hvetur lýðheilsuráð bæjaryfirvöld að þeim verði boðin störf hjá Vinnuskólanum á sumrin.

Fylgigögn:

Kynning á áherslum Vinnuskólans og starfsemi hans fyrir sumarið 2024

2. Vefstefna Reykjanesbæjar (2023060380)

Drög að vefstefnu Reykjanesbæjar lögð fram.

Lýðheilsuráð lýsir yfir ánægju með drög að vefstefnu og þakkar fyrir vinnu við gerð hennar.

Lýðheilsuráð leggur til að ein vefsíða haldi utan um allar undirsíður og hvetur til að bætt verði úr fréttum og markaðsmálum um komandi og liðna atburði sveitarfélagsins.

3. Snjallsímalausir grunnskólar (2023030312)

Málið hefur verið á dagskrá lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar undanfarna mánuði.

Lýðheilsuráð tekur undir með ungmennum sem tóku þátt í ungmennaþinginu sem haldið var í október 2023 þar sem að þau lögðu til snjallsímabann yngri bekkja.

Lýðheilsuráð ítrekar ósk sína um að lögð verði fyrir viðhorfskönnun um snjallsímalausa grunnskóla, til nemenda í grunnskólum Reykjanesbæjar og forráðamanna þeirra.

Fylgigögn:

Frétt Rúv um snjallsímalausan skóla á Egilsstöðum

Símalaus grunnskóli á Hellu

4. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2023 - 2027 (2022080621)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar hjá nefndum og ráðum.

Bjarneyju Rut Jensdóttur formanni lýðheilsuráðs er falið að koma athugasemdum ráðsins til bæjarráðs.

5. Mottumars 2024 (2024020095)

Lýðheilsuráð minnir á Mottumars og hvetur bæjarbúa til að kynna sér átakið.

Fylgigögn:

Mottumars 2024

6. Ráðstefna samtaka um heilsuleikskóla (2024020098)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá væntanlegri ráðstefnu samtaka um heilsuleikskóla sem haldin verður í Stapanum 15. mars.

Lýðheilsuráð lýsir yfir ánægju sinni með framtakið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. febrúar 2024.