- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.
Að auki sátu fundinn: Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Guðdís Malín Magnúsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Erna María Svavarsdóttir ritari.
Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastjóri farsældar á Suðurnesjum, mætti á fundinn og kynnti niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsókninni 2025 sem veitir innsýn í líðan, hegðun og lífsstíl ungmenna í Reykjanesbæ. Rætt var um jákvæða þróun í ákveðnum þáttum, svo sem aukinni þátttöku í íþróttum, en jafnframt áhyggjur af m.a. svefnvenjum og skjátíma.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og minnir jafnframt á málþing um farsæld barna á Suðurnesjum: „Staða barna á Suðurnesjum: Hvernig líður börnunum okkar?“ sem haldið verður í Stapa, Hljómahöll fimmtudaginn 20. nóvember frá kl. 13:30-16:00.
Fylgigögn:
Íslenska æskulýðsrannsóknin 2025
Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu, Magdalena Ósk Hansen, deildarstjóri dagdvalar aldraðra og Silja Konráðsdóttir, sérfræðingur í félagsstarfi, mættu á fundinn og kynntu þjónustu fyrir eldra fólk í Reykjanesbæ. Fjallað var um mikilvægi hreyfingar, félagslegra tengsla og fræðslu um heilbrigðan lífsstíl.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu og hvetur eldri borgara til þátttöku í margvíslegum lýðheilsuverkefnum sem víða er boðið upp á í Reykjanesbæ. Athygli er vakin á frístundastyrk fyrir 67 ára og eldri. Allt íþrótta- og tómstundastarf er kynnt á vefsíðunni fristundir.is.
Fylgigögn:
Kynning um þjónustu við eldra fólk í Reykjanesbæ
Lýðheilsuráð minnir foreldra á að hengja endurskinsmerki á sig og börnin nú þegar skammdegið er hvað mest.
Fylgigögn:
Upplýsingar um bestu staðsetningu endurskinsmerkja
Með því að smella hér má skoða vefsíðu Frístundir.is
Lýðheilsuráð skorar á íbúa Reykjanesbæjar að taka þátt í landsátaki í sundi „Syndum“, dagana 1.-30. nóvember.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða vefsíðu Syndum.is
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá morgunverðarfundi Náum áttum hópsins sem fer fram miðvikudaginn 19. nóvember nk.
Fylgigögn:
Auglýsing um morgunfund Náum áttum
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:48. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. desember 2025.