8. fundur

13.05.2020 08:15

8. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur 13. maí 2020, kl. 08:15

Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Mælaborð lýðheilsuráðs (2020050207)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur segir frá hugmynd að mælaborði lýðheilsuráðs með tölulegum upplýsingum er varða lýðheilsu í sveitarfélaginu með gagnvirkum og myndrænum hætti.
Við vinnslu á mælaborði lýðheilsuráð verður stuðst við lýðheilsuvísa sem birtir eru árlega eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi og er liður í því að veita yfirsýn við lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild.
Með því að smella hér opnast lýðheilsuvísar Landlæknisembættisins  

2. Heilsuhegðun (2020040026)

a. Samráðshópur um lýðheilsustefnu stefnir að hafa vinnudag í lok mánaðarins 27. maí nk. Unnið er að lýðheilsustefnu sem stefnt er að kynningu á í haust.
b. Ratleikur
Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur sagði frá ratleik sem verður haldinn á vegum sveitarfélagsins helgina 23 - 24. maí næstkomandi í samstarfi við Skemmtigarðinn.

Fylgigögn:

Pistill um geðrækt
Svefn - tilmæli

3. Samráðshópur heilsueflandi samfélaga á Suðurnesjum (2019110318)

Samráðshópurinn stefnir á að hafa vinnudag á næstunni þar sem farið verður yfir markmið hópsins.
Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur sagði frá umsókn um styrk sem samráðshópurinn sótti um í aðgerðartillögu starfshóps um Suðurnesin á grundvelli þingsályktunar 42-149 um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

Þingsályktun 42-149

4. Samstarf við Krabbameinsfélag Íslands (2020050212)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur sagði frá samningi sem Krabbameinsfélags Íslands og Reykjanesbær skrifuðu undir 11. maí 2020 um aukna ráðgjafaþjónustu í sveitarfélaginu.

Fylgigögn:

Samningur

5. Styrktarsjóður EBÍ (2020030328)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur sagði frá styrk sem sótt var um í Styrktarsjóð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem sótt var um styrk fyrir gerð á kynningarmyndbandi um græn svæði, heilsu- og hjólastíga í Reykjanesbæ.

Fylgigögn:

Styrktarsjóður EBÍ 2020

6. Kynningarmyndband (2019100079)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur kynnir kostnaðar- og tímaáætlun kynningarmyndbands um Lýðheilsu sem dregist hefur á langinn vegna Covid-19.
Stefnt verður að því að birta kynningarmyndbandið á svipuðum tíma og Lýðheilsuvísar 2020 verða birtir í byrjun júnímánaðar. Lýðheilsuráð samþykkir kostnaðar- og tímaáætlun.

7. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Tillögur að nálgun, viðfangsefnum og markmiðum umhverfisstefnu Reykjanesbæjar lagðar fram.
Lýðheilsuráð mun fara yfir áherslur og tillögur varðandi bætta lýðheilsu er tengist umhverfismálum og leggja fram á næsta fundi ráðsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 19. maí 2020.