46. fundur

25.08.2023 08:30

46. fundur Menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar, haldinn í Súlum að Tjarnagötu 12, 25. ágúst. 2023, kl. 08:30

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Sverrir Bergmann Magnússon, Eva Stefánsdóttir, Eydís Hentze Pétursdóttir og Birgitta Rún Birgisdóttir.

Að auki sátu fundinn Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Markaðs- og vefmál Reykjanesbæjar (2023080400)

Gunnar Viðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála og Aron Þór Guðmundsson vefstjóri mættu á fundinn og fóru yfir vinnu í þeim málaflokkum sem þeir standa fyrir. Það er ljóst að spennandi verkefni eru framundan sem ýtir undir mikla hagkvæmni í starfsemi starfsmanna Reykjanesbæjar og miðlun á jákvæðri ímynd svæðisins. Menningar- og þjónusturáð leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjármagn í þessa málaflokka til næstu ára og vísar málinu í fjárhagsáætlunargerð 2024-2027.

Fylgigögn:

Markaðs- og vefmál 2024

2. Stafræn þróun (2019110248)

Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs fór yfir fyriráætlanir og vinnu í stafrænni þróun sveitarfélagsins. Mörg jákvæð verkefni í stafrænni þróun hafa verið unnin og eru í vinnslu sem ýta undir skilvirkari verkferla og betri þjónustu. Mikilvægt er að halda áfram að vinna í stafrænni umbreytingu til að stuðla að enn meiri gæðum í þjónustu sveitarfélagsins og nútímalegu vinnuumhverfi. Sem virkir þátttakendur í samstarfsvettvangi hjá stafræna umbreytingarteymi sambandsins er þörf á að tryggja fjármagn í þau verkefni sem fyrirhuguð eru. Menningar- og þjónusturáð leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjármagn í þennan málaflokk til næstu ára og vísar málinu í fjárhagsáætlunargerð 2024-2027.

Fylgigögn:

Kynning fyrir ÞOM-ráðið - Stafræn umbreyting - Ágúst 2023

3. Fjárhagsáætlun 2024 (2023080020)

Farið var yfir óskir og væntingar Menningar- og þjónustusviðs fyrir fjárhagsáætlun 2024

4. Ljósanótt 2023 (2023030560)

Drög að dagskrá Ljósanætur lögð fram. Undirbúningur er á lokametrunum og gengur vel. Allir hefðbundnir viðburðir eru á sínum stað og fjölbreytt dagskrá á vegum einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Hátt í hundrað viðburðir hafa verið skráðir á nýjan vef Ljósanætur þar sem dagskráin heldur áfram að taka á sig mynd fram á síðasta dag. Í vikunni var skrifað undir samninga við aðalstyrktaraðila Ljósanætur en þeir eru Landsbankinn, Skólamatur, BUS4U, Isavia, Icelandair, Bakað og WiZ en ríflega 60 styrktaraðilar styðja við Ljósanótt í ár. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir framlag sitt við að auðga bæjarlífið og gera Ljósanótt að glæsilegri menningar- og fjölskylduhátíð.

5. Ferðamál Reykjanesbæjar (2023040346)

Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs fór yfir verkefni tengd ferðaþjónustunni.

6. Listasafn Reykjanesbæjar (2023030561)

Listasafn Reykjanesbæjar hlaut veglega gjöf listaverka úr einkasafni listfræðingsins Aðalsteins Ingólfssonar, sem var afhent mánudaginn 12. júní 2023. Aðalsteinn hefur starfað með listasafninu allt frá árinu 2004. Hann var helsti ráðgjafi Valgerðar Guðmundsdóttur, fyrrum forstöðumanns safnsins, sat í listráði til ársins 2020 og sýningarstýrði fjölda sýninga. Árið 2022 var Aðalsteinn verðlaunahafi Súlunnar fyrir framlag sitt til uppbyggingar og eflingar Listasafns Reykjanesbæjar.
Gjöfin telur hátt í 100 verk og samanstendur helst af grafíkverkum, teikningum, samklippi og nokkrum skúlptúrum, en nánari yfirferð og útlistun á eftir að fara fram. Má þar meðal annars finna verk eftir Erró, Dieter Roth, Hrein Friðfinnsson, Magnús Kjartansson, Braga Ásgeirsson, Sigrid Valtingojer, Ian Hamilton Finlay, Pál frá Húsafelli o.fl.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. september 2023.