351. fundur

25.03.2022 08:15

351. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25. mars 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Valgerður Björk Pálsdóttir formaður, Bjarni Páll Tryggvason, Andri Örn Víðisson, Íris Ósk Kristjánsdóttir.

Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir mætti ekki á fundinn og boðaði ekki varamann.

Að auki sátu fundinn Helena Rut Borgarsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara, Thelma Hrund Tryggvadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jón Garðar Arnarsson fulltrúi ungmennaráðs, Ólafur Bergur Ólafsson umsjónarmaður ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Hanna Lísa Einarsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, boðaði forföll og sat Helena Rut Borgarsdóttir fundinn í hennar stað. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi skólastjóra grunnskóla, boðaði forföll.

1. Máltíðir í leikskólum (2022030630)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi fór yfir samanburð á kostnaði við máltíðir hjá leikskólum Reykjanesbæjar, annars vegar hjá leikskólum sem kaupa máltíðir af Skólamat og hins vegar leikskólum sem framleiða og framreiða máltíðir í eigin aðstöðu.

2. Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2022021198)

Drög að upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Fræðsluráð lýsir yfir ánægju með upplýsingaöryggisstefnuna og gerir ekki athugasemdir við hana.

3. Næringarfræði sem valfag á unglingastigi í grunnskólum (2022030634)

Lögð fram tillaga frá lýðheilsuráði um að næringarfræði verði gerð að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjanesbæjar.

Fræðsluráð vísar málinu til grunnskólafulltrúa.

Fylgigögn:

Næringarfræði sem valfag - tillaga frá lýðheilsuráði

4. Leikskólamál (2022010319)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs fóru yfir fjölda leikskólabarna í Reykjanesbæ og horfur varðandi leikskólapláss á komandi misserum. Í dag eru 1014 börn í leikskólum Reykjanesbæjar og hafa aldrei verið fleiri. Skólaárið 2022-2023 er áætlað að börn í leikskólum Reykjanesbæjar verði að óbreyttu 1050. Gert er ráð fyrir að öll börn sem fædd eru árið 2020 muni fá leikskólapláss í lok sumars 2022. Nú þegar hafa 69 börn fædd árið 2020 hafið leikskólagöngu sína. Stefnt er að því að nýr leikskóli rísi í Dalshverfi III á vormánuðum 2023. Þá er stefnt að því að byggingu leikskóla í Hlíðahverfi verði lokið fyrir haustið 2023 og þriðja áfanga Stapaskóla verði lokið fyrir haustið 2024.

Fræðsluráð fagnar þeim uppbyggingaráformum leikskóla sem kynnt voru á fundinum. Ljóst er að með þeim áætlunum sem voru kynntar mun Reykjanesbær geta mætt þeirri þörf fyrir leikskólapláss sem er til staðar í samfélaginu sem og tekið inn yngri börn. Fræðsluráð leggur áherslu á að uppbyggingaráætlun til framtíðar verði skilgreind nánar og fylgt eftir.

5. Daggæslumál (2021050176)

Jóhann Sævarsson rekstrarfulltrúi mætti á fundinn og kynnti, ásamt Ingibjörgu Bryndísi Hilmarsdóttur leikskólafulltrúa og Helga Arnarsyni sviðsstjóra fræðslusviðs, greiningu á fjölda barna sem eru hvorki á leikskóla né hjá dagforeldri.

Sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að vinna að leiðum til að styðja við dagforeldra og stuðla að fjölgun þeirra.

6. Vefurinn visitreykjanesbaer.is (2021110285)

Nýr ferða- og upplýsingavefur Reykjanesbæjar, visitreykjanesbaer.is, var opnaður formlega 17. febrúar sl. Vefurinn er opinn vettvangur fyrir íbúa og ferðamenn en þar er hægt að sjá yfirlit yfir alla viðburði og afþreyingu sem boðið er upp á hverju sinni. Fyrirtæki, stofnanir og félög geta auglýst viðburði sína á viðburðadagatali síðunnar og þar með veitt íbúum betri aðgang að því sem er á döfinni í samfélaginu.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða vefinn visitreykjanesbaer.is
Leiðbeiningar um innsetningu viðburða í viðburðadagatal á visitreykjanesbaer.is
Instructions for the event calendar form on visitreykjanesbaer.is


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:43. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. apríl 2022.