362. fundur

26.05.2023 08:15

362. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. maí 2023 kl. 08:15

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður, Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Helga Hildur Snorradóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Anna Marie Kjærnested fulltrúi leikskólakennara, Herdís Ósk Unnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Örn Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Áslaug Unadóttir fulltrúi leikskólakennara boðaði forföll og sat Anna Marie Kjærnested fundinn í hennar stað. Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR boðaði forföll.

1. Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (2020120051)

Eydís Rós Ármannsdóttir verkefnastjóri á velferðarsviði mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hjá Reykjanesbæ.

Fræðsluráð þakkar Eydísi Rós fyrir góða kynningu.

Fylgigögn:

Staða innleiðingar á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - kynning

2. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs (2023050557)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi fór yfir breytt fyrirkomulag hvatningarverðlauna fræðsluráðs. Óskað hefur verið eftir tilnefningum um verkefni frá skólum Reykjanesbæjar. Verðlaunin verða afhent í Duus safnahúsum 13. júní 2023 kl. 17-18.

3. Endurmenntunarsjóður grunnskóla – úthlutun 2023 (2023050317)

Úthlutað hefur verið úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla vegna verkefna sem koma eiga til framkvæmda á skólaárinu 2023-2024. Skrifstofa menntasviðs Reykjanesbæjar fékk úthlutað styrk til verkefnisins „Með opnum hug og gleði í hjarta“. Einnig fengu verkefni á vegum Akurskóla, Heiðarskóla, Holtaskóla, Njarðvíkurskóla og Stapaskóla úthlutað styrkjum úr sjóðnum að þessu sinni.

Fræðsluráð fagnar því að verkefni frá fimm grunnskólum sveitarfélagsins hafi fengið styrki auk skrifstofu menntasviðs og óskar þeim til hamingju með úthlutunina.

Fylgigögn:

Heildarúthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2023

4. Sprotasjóður – úthlutun (2023050558)

Verkefnið „Leikgleði í gegnum sögur og söng“, sem er samstarfsverkefni allra leikskóla í Reykjanesbæ og Bókasafns Reykjanesbæjar, hlaut nýverið styrk úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2023-2024.

Fræðsluráð óskar leikskólum og bókasafni Reykjanesbæjar til hamingju með frábært samstarfsverkefni og styrkinn sem það hlaut.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða frétt um úthlutun úr Sprotasjóði á vef Rannís

5. Erindisbréf menntaráðs – drög til umsagnar (2023050182)

Forsetanefnd óskar eftir umsögn um drög að erindisbréfi menntaráðs.

Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur formanni fræðsluráðs er falið að koma athugasemdum ráðsins til forsetanefndar.

6. Mannauðsstefna Reykjanesbæjar 2023 – drög til umsagnar (2023040237)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um drög að mannauðsstefnu Reykjanesbæjar 2023.

Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur formanni fræðsluráðs er falið að koma athugasemdum ráðsins til bæjarráðs.

7. Snjallsímalausir grunnskólar (2023030312)

Daníel Örn Gunnarsson fulltrúi í ungmennaráði Reykjanesbæjar og nemandi í Myllubakkaskóla kynnti hugmyndir sínar um snjallsímalausa grunnskóla sem hann kynnti á fundi ungmennaráðs með bæjarstjórn. Kveikjan að hugmyndinni eru meðal annars áhyggjur nemenda af áhrifum snjallsímanotkunar á einbeitingu við nám og félagslíf.

Fræðsluráð þakkar Daníel Erni fyrir góða kynningu og vill hrósa nemendum fyrir að sýna frumkvæði að málinu. Málið verður til umfjöllunar áfram.

Fylgigögn:

Snjallsímalausir grunnskólar - erindi
Snjallsímalausir grunnskólar - kynning

8. Húsnæðismál skóla (2022100267)

G. Hans Þórðarson verkefnisstjóri frá OMR verkfræðistofu mætti á fundinn og fór yfir stöðuna varðandi húsnæðismál skóla í Reykjanesbæ.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. júní 2023.