388. fundur

12.09.2025 08:15

388. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 12. september 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Alexander Ragnarsson, Díana Hilmarsdóttir, Harpa Björg Sævarsdóttir og Þórarinn Darri Ólafsson.

Að auki sátu fundinn Sigurbjörg Róbertsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Maciej Baginski fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Sighvatur Jónsson boðaði forföll og sat Díana Hilmarsdóttir fundinn í hans stað.
Halldór Rósmundur Guðjónsson boðaði forföll og sat Þórarinn Darri Ólafsson fundinn í hans stað.
Helga Jóhanna Oddsdóttir boðaði forföll og sat Alexander Ragnarsson fundinn í hennar stað.
Ólöf Magnea Sverrisdóttir boðaði forföll og sat María Petrína Berg fundinn í hennar stað.
Ingunn Rós Valdimarsdóttir og Anita Engley Guðbergsdóttir boðuðu forföll.

1. Erindisbréf menntaráðs (2023050182)

Erindisbréf menntaráðs lagt fram til kynningar.

2. Verklag vegna undirmönnunar í leikskólum (2025050381)

Málinu frestað til næsta fundar menntaráðs.

Fylgigögn:

Erindisbréf menntaráðs

3. Mælaborð janúar-júní 2025 (2025060063)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs fór yfir mælaborð fyrir fyrri helming ársins 2025.

4. Fjárhagsáætlun 2026 (2025060320)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs fór yfir drög að fjárhagsramma sviðsins.

5. Heillaspor (2025080410)

Kolfinna Njálsdóttir deildarstjóri skólaþjónustu mætti á fundinn og kynnti verkefnið Heillaspor, sem er heildræn nálgun til að styðja við farsæla þátttöku barna í skóla- og frístundastarfi. Stapaskóli hlaut hvatningarverðlaun menntaráðs í ár fyrir Heillaspor, en skólinn hefur síðustu tvö skólaár unnið markvisst að innleiðingu verkefnisins með það að leiðarljósi að styrkja félagslega og tilfinningalega velferð nemenda. Unnið er að áframhaldandi þróun verkefnisins í Stapaskóla ásamt innleiðingu verkefnisins í fleiri skólum í samstarfi við og með stuðningi skrifstofu menntasviðs.

Fylgigögn:

Heillaspor - kynning

6. Hlýjan - lágþröskuldarþjónusta fyrir ungmenni (2025080515)

Gunnhildur Gunnarsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Þórdís Halla Jónsdóttir, starfsfólk Hlýjunnar, mættu á fundinn og kynntu verkefnið. Um er að ræða nýja þjónustu sem hefur það að markmiði að efla vellíðan, sjálfsstyrk og félagslega færni ungs fólks, óháð aðstæðum þess. Þjónustan verður aðgengileg ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára sem þurfa á stuðningi að halda og þeim að kostnaðarlausu.

Menntaráð lýsir ánægju með frumkvæði starfsfólks að þessu mikilvæga verkefni, en ungmenni hafa lengi kallað eftir þjónustu sem þessari.

Fylgigögn:

Hlýjan - kynning

7. Styrkir til dagforeldra - beiðni um endurskoðun (2025090134)

Erindi frá samtökum dagforeldra á Suðurnesjum lagt fram. Óskað er eftir að styrkir Reykjanesbæjar til dagforeldra verði endurskoðaðir.

Menntaráð þakkar fyrir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2026.

8. Matsferill (2025090155)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi fóru yfir stöðu mála varðandi innleiðingu Matsferils. Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum breytingar á lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er varða námsmat. Þessar breytingar fela í sér að nýtt námsmatskerfi, Matsferill, verður innleitt í alla grunnskóla landsins skólaárið 2025-2026.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:16. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2025.