68. fundur

08.04.2021 14:00

68. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 8. apríl 2021 kl. 14:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi. Fundargerð ritaði Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir.

1. Loftmengun vegna eldgoss

Veðurstofa Íslands birtir spá veðurvaktar um gasdreifingu og birtir lögreglan á Suðurnesjum spána einnig á Facebook síðu sinni. Tilkynningar verða birtar þar ef hætta er talin á ferðum vegna gasmengunar.

Með því að smella hér má skoða Facebook síðu lögreglunnar á Suðurnesjum

Með því að smella hér má skoða spá veðurvaktar um gasdreifingu á vef Veðurstofu Íslands

Mikilvægt er að allir forstöðumenn og helst allir starfsmenn viti hvar og hvernig er hægt að afla bestu upplýsinga á hverjum tíma um loftgæði í Reykjanesbæ og veðurspá með tilliti til gasmengunar frá eldgosi. Ef styrkur SO2 fer yfir 600 µg/m3 verður börnum í leik- og grunnskólum haldið inni og slökkt á loftræstingu.

Á vef Umhverfisstofnunar eru ráðleggingar vegna gosmengunar auk þess sem stofnunin heldur úti vefsíðu þar sem fylgjast má með mælingum á loftgæðum. Einn mælir sem mælir gasmengun frá eldgosinu er í Reykjanesbæ og er hann staðsettur í Innri-Njarðvík. Mælakerfi Umhverfisstofnunar um allt land er sett upp til að grípa og mæla mögulega SO2 mengun frá stóriðju en ekki hugsað fyrir náttúruvá eins og t.d. eldgos. Þess vegna er net mælanna ekki þéttara en raun ber vitni. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er von á einum til tveimur mælum til viðbótar í næstu viku sem gert er ráð fyrir að verði staðsettir í Reykjanesbæ.

Með því að smella hér má skoða ráðleggingar vegna gosmengunar á vef Umhverfisstofnunar

Með því að smella hér má skoða loftgæðaupplýsingakerfi á vef Umhverfisstofnunar

Sóttvarnarlæknir hefur gefið út bæklinginn „Hætta á heilsutjóni vegna loftmengunar frá eldgosum – leiðbeiningar fyrir almenning“. Þar má m.a. finna leiðbeiningar um viðbrögð vegna loftmengunar af völdum eldgosa. Bæklingurinn hefur verið þýddur á ensku og unnið er að þýðingu á pólsku.

Með því að smella hér má skoða bæklinginn „Hætta á heilsutjóni vegna loftmengunar frá eldgosum – leiðbeiningar fyrir almenning“

Með því að smella hér má skoða ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa af völdum eldgoss á vef embættis landlæknis

Á vef Reykjanesbæjar má finna upplýsingar varðandi loftmengun af völdum eldgoss.

Með því að smella hér má skoða frétt á vef Reykjanesbæjar um mögulega gasmengun

Með því að smella hér má skoða frétt á vef Reykjanesbæjar um mikilvægar upplýsingasíður vegna eldgoss og jarðhræringa

Með því að smella hér má skoða tilkynningu á vef Reykjanesbæjar með tilmælum Almannavarna vegna eldgoss


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40.