Möguleg gasmengun í Reykjanesbæ

Hraun
Hraun

Nú þegar opnast hefur ný sprunga á gossvæðinu hefur gasmagn aukist samhliða. Næsta sólarhringinn er breytilegur vindur í kringum gosstöðvarnar og samkvæmt vef Veðurstofunnar fer vindur vaxandi af suðaustri í nótt og því viðbúið að gas muni finnast í Vogum og mögulega í Reykjanesbæ.

Við hvetjum því íbúa til að fylgjast vel með á vef Veðurstofunnar næstu daga og gera ráðstafanir eins og loka gluggum ef útlit er fyrir hækkuðum gildum á svæðinu. Hægt er að fylgjast með loftgæðum í Reykjanesbæ inni á loftgæði.is og einnig ráðleggingar um viðbrögð við loftmengun vef Umhverfisstofunnar.

Daglega spá Veðurstofunnar um gasmengun.