17. fundur

20.03.2024 14:00

17. fundur öldungaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 20. mars 2024 kl. 14:00

Viðstaddir: Borgar Jónsson formaður, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Rúnar V. Arnarson, fulltrúar Reykjanesbæjar, Guðrún Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Kristján Gunnarsson fulltrúar Félags eldri borgara og Íris Dröfn Björnsdóttir, fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Eyjólfur Eysteinsson boðaði forföll og sat Ingibjörg Magnúsdóttir fundinn í hans stað.
Að auki sátu fundinn Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Hvatagreiðslur eldra fólks í Reykjanesbæ (2023050588)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu, sagði frá viðtökum við hvatagreiðslum fyrir eldra fólk, en frá og með 1. janúar 2024 geta íbúar Reykjanesbæjar 67 ára og eldri sótt um hvatagreiðslur til niðurgreiðslu á íþrótta- og tómstundastarfi. Markmiðið með hvatagreiðslunum er að hvetja eldri íbúa í Reykjanesbæ til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og efla almennt heilbrigði og hreysti þessa aldurshóps.

Nú þegar hafa 192 einstaklingar nýtt sér hvatagreiðslur fyrir 67 ára og eldri og er óhætt að segja að viðtökurnar séu frábærar. Það sem hvatagreiðslurnar hafa mest verið nýttar í er árskort í sund, árskort í golf, sundleikfimi og líkamsræktarstöðvar. Öldungaráð lýsir ánægju með nýtingu hvatagreiðslnanna og hvetur allt eldra fólk í Reykjanesbæ til að nýta sér þær.

Með því að smella hér má skoða upplýsingar um hvatagreiðslur á vef Reykjanesbæjar

2. Frístundavefur Suðurnesja - fristundir.is (2024030401)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri stuðnings- og öldrunarþjónustu, kynnti frístundavef Suðurnesja, fristundir.is, sem er sameiginlegur vefur sveitarfélaganna á Suðurnesjum þar sem kynnt er frístundastarf sem í boði er á svæðinu. Hægt er að skoða framboð frístundastarfs fyrir allt svæðið í heild eða í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einnig er hægt að skoða hvað er í boði fyrir mismunandi aldurshópa, þar á meðal fyrir eldra fólk.

Öldungaráð fór yfir það sem er í boði fyrir eldra fólk í Reykjanesbæ og tók saman lista yfir frístundastarf sem þarf að bæta inn á vefinn. Margréti Arnbjörgu Valsdóttur er falið að koma listanum í réttar hendur.

Með því að smella hér má skoða frístundavef Suðurnesja

3. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2023-2027 - drög til umsagnar (2022080621)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar.

Öldungaráð telur jafnréttisáætlunina vel unna og gerir ekki athugasemdir við hana.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:46.