- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Kolbrún Jóna Pétursdóttir formaður, Andri Örn Víðisson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Súsanna Björg Fróðadóttir, Ríkharður Ibsensson, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðaltorgs mætti á fundinn og kynnti starfsemi og framtíðarsýn Aðaltorgs.
Framtíðarnefnd tekur vel í hugmyndir Aðaltorgs um framtíðaruppbyggingu á svæðinu.
Iðunn Kristín Grétarsdóttir deildarstjóri launadeildar og fulltrúi í stýrihóp Reykjanesbæjar um styttingu vinnuvikunnar mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi innleiðingu á verkefninu.
Framtíðarnefnd fagnar styttingu vinnuvikunnar og þakkar stýrihópnum fyrir þeirra framlag.
Lýðheilsuráð óskar eftir umsögn um lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar.
Starfsmanni framtíðarnefndar er falið að koma ábendingum nefndarinnar á framfæri við lýðheilsuráð. Einnig leggur framtíðarnefnd til að hugmyndir um lýðheilsumiðstöð sem Aðaltorg hefur m.a. kynnt verði skoðaðar sérstaklega í vinnu við lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar.
Ákveðið að halda sameiginlegan vinnufund með umhverfis- og skipulagsráði eins fljótt og auðið er.
Fundargerðir neyðarstjórnar lagðar fram.
Framtíðarnefnd hrósar Reykjanesbæ fyrir góðar og aðgengilegar upplýsingar varðandi COVID-19 á vef sveitarfélagsins.
Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar
Með því að smella hér má skoða upplýsingar varðandi COVID-19 á vef Reykjanesbæjar
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember 2020.