Í gildi er neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 sem tók gildi 31. október. Íbúar í Reykjanesbæ eru, eins og aðrir landsmenn, eindregið hvattir til að sýna ítrustu varkárni í sínu daglega lífi og virða þær fjöldatakmarkanir og reglur um sóttvarnir sem eru í gildi hverju sinni.
Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um breytingar sem hafa verið gerðar á þjónustu Reykjanesbæjar til að aðlagast gildandi samkomutakmörkunum.
(síðast uppfært: 19. janúar 2021)
Grunnskólar
Skipulag skólastarfs frá mánudeginum 4. janúar er með eftirfarandi hætti. Skipulagið byggir á reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir til og með 28. febrúar 2021. Tilhögun skólastarfsins getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi.
Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum með einstaka undantekningum:
- Nemendur í 1.–10. bekk fá kennslu samkvæmt stundaskrá. En samkvæmt reglugerð eru þeir undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.–10. bekk í hverju rými.
- 20 starfsmenn mega vera saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber þeim að nota grímur.
- Frístundaheimilin verða opin til kl. 16:15. En samkvæmt reglugerð skal halda sömu hópaskiptingu nemenda í grunnskólastarfi og á frístundaheimilum þannig að ekki verði blöndun milli nemendahópa.
- Engar kröfur eru hins vegar gerðar á útisvæðum sem hindra blöndun hópa, fjöldatakmarkanir, nálægðartakmarkanir eða grímunotkun.
- Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem í matsal, við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að starfsfólk notist við andlitsgrímu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu og listakennslu, skulu kennarar og nemendur í 8.–10. bekk nota andlitsgrímu.
- Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur.
- Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla sem koma inn í grunnskóla með einstaklingskennslu, starfsfólk skólaþjónustu sveitarfélaga og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur.
Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.
Leikskólar
Leikskólar – skipulag frá janúar 2021
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi tók gildi 1. janúar 2021.
Eftirfarandi eru helstu atriði sem hafa þarf í huga í leikskólastarfinu:
- Heimilt er að hafa 20 starfsmenn saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa.
- Ef ekki er unnt að tryggja 2 metra reglu innandyra ber starfsfólki að nota grímur.
- Starfsfólki ber þó ekki skylda til að nota andlitsgrímur í samskiptum við leikskólabörn.
- Nálægðar- og fjöldatakmarkanir taka ekki til barna á leikskólaaldri.
- Ákvæði um grímuskyldu og nálægðartakmörkun fullorðinna gilda ekki á útisvæðum leikskóla.
- Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leikskólaaldri er heimilt.
- Foreldrar og aðstendendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til.
- Foreldrar þurfa að bera andlitsgrímu þegar þeir koma með börnin á morgnana og sækja síðdegis.
- Foreldrar eru beðnir um að lágmarka viðverðu og stoppa ekki í fataklefa.
- Haldið er áfram að skila börnum á útisvæði, ýmist öllum hópnum eða hluta hans.
- Foreldrar eru beðnir um að halda börnum sínum heima ef þau eru með flensulík einkenni.
Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við kennara í gegnum síma eða samskiptaforritið Karellen til að ræða hagi og líðan barna sinna. Einnig má benda foreldrum á að snúa sér til stjórnenda leikskólans hafi þeir spurningar varðandi útfærslu reglugerðarinnar í leikskólastarfinu.
Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum öll í sama liði og ef allir leggjast á eitt næst árangur.
Tónlistarskóli
Neðangreint er skv. 5. gr. reglugerðar um skólastarf, sem kveður á um starfsemi tónlistarskóla, með gildistíma 1. janúar til 28. febrúar 2021.
- Einstaklingskennsla í hljóðfæraleik og söng er heimil með 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og kennara. Ef hún næst ekki, skal kennari nota grímu.
- Kennurum og öðru starfsfólki tónlistarskóla er heimilt að fara á milli hópa. Þeir skulu þó ekki vera fleiri en 20 í sama rými.
- Ef ekki er hægt að halda 2 metra nálægðartakmörkunum í hópastarfi skal kennari/starfsmaður nota grímu.
- Nemendur í 1.-10. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkunum og grímuskyldu.
- Öll tónlistarkennsla nemenda á leik- og grunnskólaaldri er heimil með sömu takmörkunum og hér að ofan.
- Hljómsveita-, samspils- og samsöngsstarf er heimilt. Ekki skulu þó fleiri en 50 nemendur vera í sama rými.
- Halda skal minnst 2 metra fjarlægð milli kennara og eldri nemenda (framhaldsskólaaldur og eldri). Ef það næst ekki, skulu báðir nota grímu.
- Fjöldi eldri nemenda og kennara skal ekki fara yfir 30 í hverju rými.
- Blöndun nemenda milli hópa er heimil í öllum aldurshópum með ofangreindum takmörkunum.
- Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í tónlistarskóla nema nauðsyn beri til og skulu þá nota grímu.
- Aðrir en starfsmenn sem koma í tónlistarskóla, svo sem vegna vöruflutninga skulu nota grímu.
- Allir skulu stunda góðan handþvott og nota spritt. Starfsfólk tónlistarskólans sér til þess að snertifletir séu sótthreinsaðir eftir hvern hóp og á milli einstaklingskennslustunda.
- Snertifletir á almennum svæðum í skólanum eru sótthreinsaðir reglulega yfir daginn.
íþrótta- og tómstundastarf
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi 13. janúar og gildir til og með 17. febrúar næstkomandi. Eftirfarandi eru helstu atriði sem snúa að íþrótta- og tómstundastarfi:
- Fjörheimar félagsmiðstöð verður opin.
- Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra.
- Íþróttakeppnir barna og fullorðinna verða heimilar en án áhorfenda.
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands setur sérsamböndum reglur, svo sem um einstaklingsbundnar sóttvarnir og sótthreinsun búnaðar, um framkvæmd æfinga og keppna í sínum greinum í samvinnu við sóttvarnalækni. Í íþróttum sem ekki tilheyra Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands skal setja leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttir innan sambandsins.
Fræðsluskrifstofa
Fræðsluskrifstofa mun þjónusta flest erindi í gegnum síma og/eða tölvu. Þeir sem þurfa að ná sambandi við starfsmenn fræðslusviðs geta hringt í þjónustuver Ráðhússins eða sent tölvupóst. Vakin er athygli á að netfangaskrá starfsmanna er á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Sundstaðir
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi 13. janúar og gildir til og með 17. febrúar næstkomandi.
Eftirfarandi gildir um sundstaði:
- Sund- og baðstaðir megi áfram hafa opið fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2005 og síðar teljist ekki með.
Vinnustaðir Velferðarsviðs
Áhrif neyðarstigs á starfsemi og þjónustu velferðarsviðs Reykjanesbæjar vegna Covid-19 og hertra sóttvarnaraðgerða sem tóku gildi á miðnætti 31.10.2020
Vinnustaðir velferðarsviðs
Skrifstofa velferðarsviðs að Tjarnargötu 12 og Nesvöllum leggur áherslu á að þjónusta flest erindi íbúa í gegnum síma og/eða tölvu og eru íbúar hvattir til að nýta sér þjónustugáttina Mitt Reykjanes, tölvupósta og síma. Dregið verður úr viðtölum á skrifstofu eins og kostur er m.t.t. hertra sóttvarnaraðgerða.
Hægt er að hafa samband við þjónustuverið á Tjarnargötu 12 í síma 421-6700 og þjónustuverið á Nesvöllum í síma 420-3400.
Tilkynningarskylda til barnaverndar.
Hægt er að hafa samband við 112 til að koma á framfæri tilkynningum til barnaverndar.
Björgin - geðræktarmiðstöð Suðurnesja
Í ljósi tilslakana á fjöldatakmörkunum úr tíu í tuttugu manns þann 13. janúar verður Björgin opnuð á nýjan leik en þó með eftirfarandi takmörkunum:
- Opnunartími Bjargarinnar verður skertur og tvískiptur. Það verður annars vegar opið fyrir hádegi frá klukkan 8:30-11:30 og hinsvegar eftir hádegi frá klukkan 12:30-15:30.
- Endurhæfingarhóp er skipt í tvennt og mætir hann á þriðjudögum og fimmtudögum.
- Athvarfinu er skipt í fjóra hópa og mætir hver hópur einn dag í viku annað hvort fyrir eða eftir hádegi.
Notendur Bjargarinnar fá áfram þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað. Hægt er að ná í starfsmenn í síma 420-3270 alla virka daga á milli klukkan 8:00 og 16:00. Það er einnig hægt að senda starfsmönnum tölvupóst.
Netföng starfsmanna:
Díana - diana.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is
Elín - elin.arnbjornsdottir@reykjanesbaer.is
Helga - helga.r.atladottir@reykjanesbaer.is
Karítas - karitas.l.rafnkelsdottir@reykjanesbaer.is
Magnea - magnea.gretarsdottir@reykjanesbaer.is
Fólk er hvatt til að mæta í gönguferðir sem farnar eru frá Björginni klukkan 11:00 alla virka daga. Fer þó eftir veðri og vindum.
Hæfingarstöðin
Starfsemi Hæfingarstöðvarinnar heldur áfram að mestu með óbreyttu sniði og ákvörðun um þjónustu tekin í samráði við þjónustunotendur og aðstandendur þeirra. Hæfingarstöðin er lokuð fyrir öðrum en þjónustunotendum og er starfsemin endurskipulögð með hliðsjón af hertari sóttvarnaraðgerðum. Ekki er tekið á móti utanaðkomandi gestum og verslunin lokuð.
Nesvellir – þjónustumiðstöð verður opin.
Matsalurinn á Nesvöllum er opinn. Fjöldatakmarkanir í matsalnum miðast við 20 manns og nauðsynlegt er að virða fjarlægðartakmarkanir. Heimsending matar er óbreytt og í boði alla daga vikunnar. Hægt að panta heimsenda mat í síma 420-3400.
Félagsstarf aldraðra að Nesvöllum er hafið aftur. Starfsemin hefur verið aðlöguð að reglum um fjöldatakmarkanir og sóttvarnir. Boðið er upp á handverk, leikfimi og Boccia. Nánari upplýsingar um félagsstarf aldraðra má finna á Facebook síðu Nesvalla.
Dagdvalir aldraðra að Nesvöllum og í Selinu verða opnar með sama fyrirkomulagi og verið hefur undanfarið og starfsemin aðlöguð að reglum um fjöldatakmarkanir og sóttvarnir. Dagdvalirnar eru lokaðar fyrir öðrum en dvalargestum.
Upplýsingar um heimaþjónustu og aðra þjónustu fyrir eldri borgara er hægt að nálgast í síma 420-3400 eða á heimasíðu Reykjanesbæjar og á Facebooksíðunni Nesvellir.
Ráðhúsið
Þjónustuver Reykjanebæjar er opið. Þrátt fyrir það eru íbúar hvattir til að nota aðrar þjónustuleiðir, hringja í sima 421-6700, nota netspjall á heimasíðu sveitarfélagsins; eða senda póst á reykjanesbaer@reykjanesbaer.is. Við biðjum því íbúa að koma ekki í þjónustuverið nema brýna nauðsyn beri til.
Áfram verður einungis gengið inn um aðalinngang sem snýr að Tjarnargötu. Þar sem fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns í sama rými getur sú staða komið upp að stýra þurfi aðgangi inn í rýmið. Fólk er hvatt til að nota grímur, virða tveggja metra regluna og þvo og spritta hendur.
Umhverfis- og skipulagssvið - viðtalstímar
Það er ekki hægt að taka á móti gestum á viðtalstímum byggingarfulltrúa. Viðskiptavinum er bent á að hringja í þjónustuver Reykjanesbæjar.
Grímuskilda í almenningsvögnum
Frá og með mánudeginum 5. október, þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum hjá Reykjanesbæ að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. Þetta á ekki við um börn fædd 2005 og seinna. Þeim viðskiptavinum sem ekki bera andlitsgrímur er óheimilt að nýta sér almenningssamgöngur.
Viðskiptavinir munu þurfa að útvega sér eigin andlitsgrímur og skulu þær hylja nef og munn. Þá eru farþegar beðnir um að nota strætó-appið eða strætókort til þess að greiða fargjaldið.
Strætó hjá Reykjanesbæ brýna jafnframt fyrir farþegum að huga að hreinlæti og sóttvörnum og ferðast ekki með vögnunum ef þeir finna fyrir flensueinkennum.
Söfnin
Duus Safnahús og Rokksafn Íslands eru opin. Þar sem fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns í sama rými getur sú staða komið upp að stýra þurfi aðgangi inn á söfnin. Fólk er hvatt til að nota grímur, virða tveggja metra regluna ásamt því að þvo og spritta hendur.
Bókasafn
Bókasafn Reykjanesbæjar er opið. Fjöldatakmörkun er í safninu og miðast við 20 manns. Gestir eru hvattir til að staldra stutt við, nota grímur, virða tveggja metra regluna, þvo og spritta hendur ásamt því að nota hanska.