Neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 tók gildi 5. október, á sama tíma og hertar sóttvarnaaðgerðir. Íbúar í Reykjanesbæ eru, eins og aðrir landsmenn, eindregið hvattir til að sýna ítrustu varkárni í sínu daglega lífi og virða allar reglur um sóttvarnir.  

Þjónustuverið í Ráðhúsi Reykjanesbæjar er opið og er opnunartími óbreyttur en hámarksfjöldi viðskiptavina miðast við 20 einstaklinga í senn og nálægðartakmörk verða áfram einn metri. 

Reykjanesbær hvetur fólk til að nota sem mest rafrænar leiðir eins og netspjall, tölvupósta og síma til að eiga í samskiptum við skrifstofur Reykjanesbæjar. Þá er fólk einnig hvatt til að nota þjónustugáttina Mitt Reykjanes þar sem bæjarbúar geta sjálfir meðhöndlað ýmis erindi. 

Hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar um áhrif neyðarstigs á starfsemi og þjónustu Reykjanesbæjar vegna covid-19 frá og með mánudeginum 5. október 

Skólar, íþrótta- og tómstundastarf

Samkvæmt auglýsingu frá heilbrigðisráðherra sem byggir á tillögum sóttvarnarlæknis gilda engar hömlur í leik- og grunnskólum hjá börnum sem fædd eru 2005 og síðar heldur einungis hjá eldri einstaklingum. Um þá einstaklinga gildir 30 manna hámarksreglan og eins metra nándartakmörkun. Lögð verði áhersla á einstaklingsbundnar smitvarnir eins og kostur er. Sama gildir um tónlistarskóla og íþróttir og tómstundir leik- og grunnskólabarna.

Leikskólar

 • Ákveðið að skerpa á almennum sóttvarnarráðstöfunum sem snúa m.a. að hreinlæti, sótthreinsun handa við innganga og tíðum almennum handþvotti.
 • Fjölda- og nálægðartakmarkanir gilda áfram um fullorðna og því er mjög mikilvægt að starfsmenn og foreldrar haldi þeim.  
 • Inngöngum skipt upp eftir deildum til að létta á umferð foreldra í fataklefum.. 
 • Mælst til þess að aðeins eitt foreldri/aðstandandi komi með barnið í leikskólann/sæki það en það þarf ekki að vera sá sami að morgni og þegar barnið er sótt.  Mikilvægt er að foreldrar staldri stutt við hverju sinni í fataklefa og komi ekki inn á deildina.
 • Lögð er áhersla á að skila börnum á útileikvelli í lok dags eins og kostur er til að létta á fataklefum og auðvelda starfsfólki að sótthreinsa kennslubúnað/snertifleti í lok dags.
 • Leikskólabörn, foreldrar og starfsfólk leikskóla eiga alls ekki að mæta í leikskólann ef þau eru með flensueinkenni eða einkenni sem svipar til einkenna COVID-19, s.s. hita, hósta, kvef, bein- og vöðvaverki eða þreytu. Miðað er við að leikskólabörn og starfsfólk skuli vera hitalaus a.m.k. einn sólarhring og tilbúin að taka þátt í leikskólastarfinu bæði úti og inni áður en þau snúa aftur í skólann. (gott er að skoða gátlista um heilsufar barna í leikskóla sem gefinn hefur verið út).
 •  Ef margir koma samtímis í fataklefa eru foreldrar vinsamlega beðnir um að meta hvort þeir þurfi að hinkra aðeins fyrir utan á meðan aðrir foreldrar eru þar með sín börn. Með þessu gerum við okkar besta í að framfylgja fjarlægðarmörkum.
 •  Foreldrar eru beðnir um að tæma hólf barnsins og skógrindur á föstudögum og ekki er leyfilegt að koma með leikföng að heiman.

Grunnskólar

 • Ákveðið að skerpa á almennum sóttvarnarráðstöfunum sem snúa m.a. að hreinlæti, sótthreinsun handa við innganga og tíðum almennum handþvotti.
 • Fjölda- og nálægðartakmarkanir gilda áfram um fullorðna og því er mjög mikilvægt að starfsmenn og foreldrar haldi þeim.  
 • 30 manna fjöldatakmörkun. Hámarksfjöldi er 30 inn á kaffistofu. Ef kaffistofur eru fullar skal nota önnur rými í skólanum.
 • 1 metra reglan er áfram í gildi. Starfmenn passi upp á það og noti grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1m nálægðarmörk. Ekki fleiri en fjórir við hvert borð á kaffistofu.
 • Allir fundir þar sem fjöldi er 30 og yfir verða haldnir í fjarfundi.
 • Tilmæli til foreldra að koma ekki inn í skólann nema eiga áríðandi erindi eða eru að koma á boðaðan fund. Viðhalda 1m reglu og grímuskyldu á fundum.
 • Kennarar verði undirbúnir að fara í fjarkennslu með stuttum fyrirvara. Taki með sér tölvur heim á kvöldin og nemendur séu með í töskunni efni sem hægt er að vinna heima. 
 • Að kennslu lokinni sinna starfsmenn samstarfi og teymisvinnu í gegnum fjarfundarbúnað og mæta á fundi sem boðaðir eru eftir atvikum á Teams eða í eigin persónu.

Fræðsluskrifstofa

 • Áhersla lögð á fjarvinnu næstu tvær vikurnar. Starfsliðinu skipt upp í tvo hópa sem verða í fjarvinnu sitthvora vikuna. 
 • Fundir og heimsóknir í skóla verða takmarkaðar, alfarið fjarfundir næstu tvær vikurnar gagnvart leik- og grunnskólum.
 • Endurmenntunarnámskeið og fræðsluerindi munu fara fram í gegnum Teams eða aðrar fjarfundalausnir. 

Tónlistarskóli

 • Forráðamenn nemenda komi ekki inn í skólann nema þeir eigi brýnt erindi. 
 • Á báðum hæðum er rúmt um nemendur sem bíða eftir að kennslustundir hefjist og auðvelt um vik að virða þau fjarlægðarmörk sem gilda fyrir nemendur sem eru 16 ára og eldri. 
 • Mælst er til þess að grímur séu notaðar af nemendum 16 ára og eldri og kennurum þeirra. Í vissum námsgreinum gengur það ekki að nemendur séu með grímur,t.a.m.  blásara- og söngnemendur, en kennarar séu þá með grímur eins mikið og gerlegt er.
 • Rík áhersla er lögð á handþvott og að nemendur og kennarar sótthreinsi hendur.
 • Sótthreinsilögur er í hverri kennslustofu sem kennarar nota til að stjúka yfir píanóhljómborð, nótnastatíf og aðra snertifleti eftir hverja kennslustund.

Íþróttastarf

 • Líkamsræktarstöðin Massi í íþróttahúsi Njarðvíkur verður lokuð í samræmi við lokun líkamsræktarstöðva almennt.
 • Sundstaðir verða opnir en tryggt að gestafjöldi sé aldrei meiri en 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi eða þess fjölda sem gert er ráð fyrir í fataskiptarými. Börn fædd árið 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda.
 • Sameiginlegir snertifletir verða sóttheinsaðir reglulega yfir daginn.
 • Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
  1. Sérsambönd ÍSÍ geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni í sínum greinum.
  2. Reglurnar verði unnar í samvinnu við ÍSÍ sem leitar sérfræðiráðgjafar hjá sóttvarnalækni.
  3. Eins metra nándartakmörkun verði virt í búningsklefum og öðrum svæðum utan keppni og æfinga skv. reglum hvers sérsambands ÍSÍ.
  4. Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu.
  5. Keppnisáhöld verði sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er.
 • Aðrir skipulagðir hópar sem notið hafa aðstöðu í íþróttahúsum og sundlaugum bæjarins þurfa að far eftir sömu reglum um hertar takmarkanir og fram koma í tillögum sóttvarnarlæknis og mun forstöðumaður hafa sambandi við þá varðandi þá starfsemi.

Sundstaðir

Sundstaðir verða opnir en tryggt að gestafjöldi sé aldrei meiri en 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi eða þess fjölda sem gert er ráð fyrir í fataskiptarými. Börn fædd árið 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Tryggt er að gestir geti haft 1 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis.

Vinnustaðir Velferðarsviðs

Áhrif neyðarstigs á starfsemi og þjónustu velferðarsviðs Reykjanesbæjar vegna Covid-19 frá og með mánudeginum 5. Október 2020

Vinnustaðir velferðarsviðs
Skrifstofa velferðarsviðs leggur áherslu á að þjónusta flest erindi íbúa í gegnum síma og/eða tölvu og eru íbúar hvattir til að nýta sér þjónustugáttina Mitt Reykjanes, tölvupósta og síma. Dregið verður úr viðtölum á skrifstofu eins og kostur er. Þjónustuverið í Ráðhúsinu er með óbreyttan opnunartíma og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við  þjónustuverið í síma 421-6700. 

Björgin geðræktarmiðstöð Suðurnesja
Starfsemi Bjargarinnar í athvarfi er opin eins og venjulega frá kl. 8.30 – 15.00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8.30 – 13.00.  Grímuskylda er i Björginni þar sem ekki er hægt að tryggja 1 meters fjarlægð á milli einstaklinga.

Þjónustunotendur í  endurhæfingu fá fjarþjónustu og mæta því ekki í Björgina. Ráðgjafar Bjargarinnar verða í símasambandi við sína þjónustunotendur,  auk þess sem boðið er upp á rafræna vikulega fræðslu.

Sími Bjargarinnar  er opinn alla daga frá 8.00-16.00.

Við viljum brýna fyrir notendum mikilvægi þess að gæta að eigin sóttvörnum, svo sem með handþvotti og notkunar á sótthreinsispritti. Ef notendur eru með einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, niðurgang ofl. þá haldið ykkur heima og vinsamlegast látið okkur vita. Ef notandi mætir með einhver ofangreind einkenni þá verður viðkomandi beðinn um að fara heim.

Hæfingarstöðin á  Suðurnesjum
Hæfingarstöðin er lokuð fyrir öðrum en þjónustunotendum og er starfsemin endurskipulögð með hliðsjón af hertari sóttvarnaraðgerðum.  Ekki er tekið á móti  utanaðkomandi gestum og verslunin lokuð.  

Nesvellir

Matsalurinn á Nesvöllum er opinn, skráning í matinn er nauðsynleg og fer hún fram í síma 420-3400. Ráðstafanir hafa verið gerðar vegna tilkomu tveggja metra reglunnar og biðjum við alla um að vera með grímu þegar komið er inn í húsið. Hefðbundin opnunartími er frá kl. 12.00 og þurfa matargestir að skrá sig í síma 420-3400. Fjöldi í matsal í einu er að hámarki 20 manns m.v. núgildandi fjöldatakmarkanir. Heimsending matar er óbreytt og í boði alla daga vikunnar. Hægt að panta heimsenda mat í  síma 420-3400. 

Listasmiðjan á Nesvöllum  er opin fyrir smærri hópa,  en leikfimin á Nesvöllum fellur niður tímabundið. 

Dagdvalirnar að Nesvöllum og í Selinu eru lokaðar fyrir öðrum en dvalargestum og starfsemin aðlöguð að reglum um fjöldatakmarkanir og sóttvarnir.

Heimaþjónusta og stuðningsþjónusta er óbreytt. 

Upplýsingar um heimaþjónustu og aðra þjónustu fyrir eldri borgara er hægt að nálgast í síma 420-3400 eða á heimasíðu Reykjanesbæjar og á facebooksíðunni Nesvellir. 

Ráðhúsið

Þjónustuverið er opið með sama opnunartíma og áður en hámarksfjöldi miðast við 20 einstaklinga og nálægðartakmörk verður áfram einn metri. Fyllt er reglulega á sprittstöðvar í Ráðhúsinu og aðgengi að einnota hönskum og grímum er tryggt.   Ráðhúskaffi verður lokað um óákveðin tíma. 

Umhverfis- og skipulagssvið - viðtalstímar

Frá og með mánudaginum 5. október verður ekki hægt að taka á móti gestum á viðtalstímum byggingarfulltrúa. Viðskiptavinum er bent á að hringja í þjónustuver Reykjanesbæjar. 

Grímuskilda í almenningsvögnum

Frá og með mánudeginum 5. október, þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum hjá Reykjanesbæ að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. Þetta á ekki við um börn fædd 2005 og seinna.  Þeim viðskiptavinum sem ekki bera andlitsgrímur er óheimilt að nýta sér almenningssamgöngur. 

Viðskiptavinir munu þurfa að útvega sér eigin andlitsgrímur og skulu þær hylja nef og munn. Þá eru farþegar beðnir um að nota strætó-appið eða strætókort til þess að greiða fargjaldið. 

Strætó hjá Reykjanesbæ brýna jafnframt fyrir farþegum að huga að hreinlæti og sóttvörnum og ferðast ekki með vögnunum ef þeir finna fyrir flensueinkennum.  

 

Söfnin

Einn inngangur verður opin í DUUS Safnahúsum, spritt, hanskar og grímur í boði og talið verður inn. Sama mun gilda í Rokksafnið og Hljómahöll.  

Bókasafn

Tryggt verður að hægt verði að viðhafa 1 metra reglu við afgreiðsluborð í Bókasafni. Þar verða einnig spritt, hanskar og grímur í boði og talið verður inn. Sófasvæði á bókasafni verður lokað.    

Ef grunur er um smit þá er nauðsynlegt að hafa samaband í síma 1700 eða í gegnum netspjallið á heilsuvera.is Það er mikilvægt að þú farir ekki í eigin persónu á læknvakt eða á heilsugæslustöð ef grunur er um smit. 

Neyðarstjórn hvetur fólk til að halda vöku sinni og virða tilmæli stjórnvalda.  

English Version

Following the authorities' decision to step up the fight against the Covid 19 pandemic, the Reykjanesbær Emergency Board held a meeting yesterday where it was decided to take a few steps back. 

The public gatherings of more than 20 is now banned. The one-meter distance rule will be reintroduced and is now required but not an option. If it is not possible to respect the  two- meters rule, it is mandatory to wear masks and gloves. 

Reykjanesbær's departments and workplaces are encouraged to develop actions to strengthen disease control, have plenty of hand sanitizers, gloves and face masks, which are available at the town hall service center. Other workplaces and companies in Reykjanesbær are encouraged to do the same. 

 The one-meter distance rule will be applied in swimming pools and ensured that no more than 100 people are in the swimming pool at the same time. (children born in 2005 or later are excluded). 

 All  sports clubs of Njarðvík, Keflavík and ÍRB have been informed of these recommendations to the sports community, that all adult sports events, i.e. of those born in 2000 and earlier.

 The Welfare Department's workplaces are well positioned regarding disinfection and distance limits. Previous action plans will be reviewed in the event of further reductions. 

 The day care for the elderly in Selið, will be closed for outside guests. Drivers are asked to call ahead of time  and not enter the house. 

The day care center for the elderly in Nesvellir will be closed to outside guests. Lunch time for day care clients will be at 11:30 am, in the hall as it was before but for the public from 12:00 am. Epidemiological protection will be strengthened and extended. 

 Currently, it is being examined how the one-meter rule will be administered for the day care for the elderly.

Tables hashave been moved in Ráðhúskaffi to make sure the two-meter rule can be respected. All hand sanitizer stations are refilled and checked regularly in the Town Hall. Access to gloves and masks will be made available. 

 Social distance limits in customer service area will be ensured. 

 Wearing a mask will be requred in the public transportation, the same rules and precautions will be followed as at Strætó in Reykjavík. 

 DUUS houses will only use one entrance and exit in addition to limiting the number of guests to 20. Hand sanitizers, gloves and face  masks will be available. The same will apply to the Rock Museum and Hljómahöll.

Wersja Polska

Kilka kroków w tył

Wskutek decyzji Władz w sprawie intensyfikacji działań w walce z pandemią COVID-19, Rada Nadzwyczajna Reykjanesbær odbyła dziś posiedzenie, podczas którego zdecydowano cofnąć się o kilka kroków w kwestii znoszenia obostrzeń.

Limit osób uczestniczących w zgromadzeniach wynosi 100 osób. Przywrócona zostaje zasada konieczności zachowania dwóch metrów dystansu. Jeśli w danym przypadku nie jest możliwe zachowanie odległości dwóch metrów, wówczas obowiązkowe jest noszenie maseczki i rękawiczek. Punkty obsługi i miejsca pracy działające przy Reykjanesbær zachęca się do wzmocnienia środków zapobiegawczych, w tym zaopatrzenia w płyny do dezynfekcji, rękawiczki i maseczki, które można nabyć w Ratuszu. Inne miejsca pracy i firmy również zachęca się do podjęcia tych działań.

Zasada dwóch metrów będzie obowiązywała także na basenach, przy czym jednocześnie w basenie przebywać może nie więcej niż 100 osób dorosłych (z wyłączeniem dzieci urodzonych w lub po 2005 roku). Kluby sportowe Njarðvík, Keflavík i ÍRB zostały poinformowane o obowiązujących je obostrzeniach, a wszystkie wydarzenia sportowe dorosłych, urodzonych w roku 2000 lub wcześniej zostają przesunięte o tydzień lub do 10 Sierpnia.

Miejsca pracy Wydziału Opieki Społecznej są dobrze zorganizowane w kwestii dezynfekcji i zachowania bezpiecznego dystansu. W przypadku kolejnych restrykcji, wcześniejsze plany działania zostaną poddane ponownej analizie.

Ośrodek opieki dla osób starszych w Selið zostanie zamknięty dla odwiedzających.. Kierowcy proszeni są o wcześniejszy kontakt telefoniczny oraz niewchodzenie do budynku.

Ośrodek opieki dla osób starszych w Nesvellir zostanie zamknięty dla odwiedzających. Obiady dla mieszkańców ośrodka będą wydawane o godzinie 11.30 w holu tak jak dotychczas, zaś dla pozostałych osób od godziny 12.00. Środki przeciwdziałania epidemiologicznego zostaną wzmocnione i rozszerzone.

Obecnie trwa ustalanie zasad zachowania dwu-metrowego dystansu w przypadku opieki dla osób starszych, a wszelkie zalecenia i zasady zostaną ogłoszone w piątek.

Stoliki w kawiarni Ráðhúskaffi zostały rozmieszczone tak, by możliwe zostało zachowanie dwu-metrowego dystansu. Wszystkie dyspenzery środka dezynfekującego do rąk są regularnie sprawdzane i uzupełniane w Ratuszu. Dostępne będą maseczki i rękawiczki ochronne.

W strefie obsługi klienta zadbano o zachowanie odstępu.

Korzystając z transportu publicznego konieczne jest używanie maseczki. Dla komunikacji publicznej zostają wdrożone te same zasady i środki zapobiegawcze, które mają zastosowanie w Strætó Reykjavík.

W budynkach DUUS w użyciu będzie tylko jedno wejście i jedno wyjście, celem kontroli ilości osób jednocześnie w nich przebywających (maksylanie 100). Płyn do dezynfekcji, maseczki ochronne i rękawiczki będą dostępne. Te same zasady dotyczą Muzeum Rocka i Hljómahöll.

W recepcji Biblioteki zadbano o zachowanie odstępu 2 metrów. Płyn do dezynfekcji, maseczki ochronne i rękawiczki będą dostępne. Sofa w Bibliotece zostanie zamknięta.

Rada Nadzwyczajna Reykjanesbær zachęca wszystkich do zachowania czujności i stosowania się rządowych wytycznych.