219. fundur

09.11.2018 00:00

219. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9.11.2018 kl. 08:15.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson

Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 255 (2018020089)

Lögð fram til kynningar fundargerð 255. fundar, dagsett 30. október 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar. Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerðina

2. Vogshóll, Sjónarhóll - Deiliskipulagsbreyting (2018060202)

Reykjanesbær leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Lóðinni Sjónarhóli 2 er skipt upp í 6 minni lóðir, nýtingarhlutfall verði að lágmarki 0,5 en að hámarki 0,9. Ákvæðum um hljóðvist fyrir allt svæðið, utan þegar byggð hús, er breytt.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

3. Klettatröð 19 - Fyrirspurn (2018110068)

TCI fasteignafélag ehf. leggur inn erindi um breytingu á húsnæði þess við Klettatröð 19. Óskað er heimildar til að nýta hluta hússins undir gistiaðstöðu fyrir starfsfólk.

Það samræmist ekki stefnu sveitarfélagsins og gildandi skipulagi að heimila íbúðarhúsnæði eða gistiheimili á athafnasvæðum eins og hverfið Tæknivellir er skilgreint í aðalskipulagi. Erindi hafnað.

4. Fitjabraut 3 - Fyrirspurn (2018110069)

Skeljungur hf. óskar heimildar til að setja upp skilti við bensínstöð að Fitjum. Skiltið verði 1,3m á hæð og um 12m á lengd.

Skiltið sem óskað er heimildar til að setja upp samræmist skiltareglugerð en vegna staðsetningar verður óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar. Erindi er samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar.

5. Flugvellir 14 - Fyrirspurn (2018110070)

Kolmúli ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi Flugvelli 14 um breyttan þakhalla, starfssemi í húsnæði og nýtingu lóðar. Einnig aðkomu inn á lóð.

Aðkoma og nýting er í samræmi við deiliskipulag. Þakhalli er í öfuga stefnu miðað við skilmála skipulags. Mikilvægt er að heildaryfirbragð hverfisins, hvað varðar þakhalla og vegghæðir haldi sér. Erindi hafnað.

6. Vatnsnesvegur 32 - Fyrirspurn (2018110071)

Erindi vísað til Umhverfis- og skipulagsráðs. Óskað er leyfis fyrir breytingum á útliti og skráningu.

Setja þarf inn skilmála varðandi bílskúr að sú eign tilheyri annarri af tveimur íbúðum í húsinu. Eitt bílastæði á lóð fyrir tvær íbúðir er ekki fullnægjandi. Erindi frestað þar til fullnægjandi gögn berast.

7. Aspardalur 1 - Deiliskipulagsbreyting (2018090129)

KRark ehf. fyrir hönd lóðarhafa. Ósk um breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Óskað er heimildar til að lengja byggingareit um 2,5 metra til norðurs.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

8. Grundarvegur 2 - Fyrirspurn (2018110072)

Erindi vísað til Umhverfis- og skipulagsráðs. Ada Benjamínsdóttir sækir um heimild til að byggja bílskúr á lóð sinni samanber meðfylgjandi uppdrætti.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda. Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að tímabil grenndarkynningar sé stytt, ef þeir sem fengu senda grenndarkynninguna, undirriti yfirlýsingu um að þeir geri ekki athugasemdir við breytinguna.

9. Stapabraut 21 - Deiliskipulagsbreyting (2013060104)

Reykjanesbær óskar heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Stapabraut 21 vegna þess að frestur til að birta í B-deild stjórnartíðinda hefur runnið út.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

10. Breyting á aðalskipulag svæði VÞ1 (2018080094)

Óskað er óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar fyrir svæðið VÞ1 með uppdrætti dagsettum 25.10.2018. Breytingin felst í því að breyta VÞ1 í landnotkunarreit M, nánar M6.

Erindi frestað.

11. Duusgata 10 - Deiliskipulagsbreyting (2018110073)

Jees arkitektar ehf. leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir hönd Kaffi Duus ehf. Breytingin fellst í að heimilt er að vera með gististarfsemi fyrir allt að 14 herbergi, leyfilegt byggingamagn verði allt að 800m2 . Kvistir á rishæð verði leyfilegir.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

12. Brekadalur 11 - Lóðarumsókn (2018110074)

Andri Þórsson sækir um lóðina Brekadalur 11.

Úthlutun samþykkt.

13. Brekadalur 65 - Lóðarumsókn (2018110075)

Hannes Sigurgeirsson sækir um lóðina Brekadalur 65.

Úthlutun samþykkt.

14. Mardalur 1-3 - Lóðarumsókn (2018110076)

Hannes Sigurgeirsson sækir um lóðina Mardalur 1 – 3.

Úthlutun samþykkt.

15. Víðidalur 5 - Lóðarumsókn (2018110077)

Ásta Mjöll Þorsteinsdóttir sækir um lóðina Víðidalur 5 og lóðina Víðidalur 7 til vara.

Úthlutun samþykkt.

16. Ásbrú - Rammaskipulag (2018050088)

Erindi lagt fram. Helga María Finnbjörnsdóttir og Róbert Jóhann Guðmundsson eru tilnefnd í rýnihóp fyrir hönd Umhverfis- og skipulagsráðs.

17. Óhagnaðardrifin leigufélög (2018100227)

Skipulagsfulltrúi fór yfir niðurstöður húsnæðisþings. Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. nóvember 2018.