223. fundur

25.01.2019 00:00

223. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 25.1.2019 kl. 08:15.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Hannes Friðriksson, Jón Már Sverrisson. Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson

Starfsmenn: Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson, tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 258 (2019010328)

Lögð fram til kynningar fundargerð 258. fundar, dagsett , 17. janúar 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar. Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerðina

2. Hundagerði í Reykjanesbæ (2019010120)

Tillaga að fyrirkomulagi og kostnaðaráætlun lögð fram til kynningar.

3. Pósthússtræti 5,7 og 9 (2018070042)

Mannvit ehf. lagði fram erindi um skipulagsbreytingu sem kemur fram á uppdrætti dagsettum 2. júlí 2018 sem tekið var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á fundi nr. 212 þann 12. júlí 2018. Erindið fór í grenndarkynningu og mótmæli bárust, sem var svarað og erindið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nr. 218, 26. október 2018. Fundur var haldinn þann 22. október 2018 með íbúum Pósthússtrætis 1 og 3. Bæjarstjórn á fundi 553 dags. 06.11.2018 vísaði málinu í bæjarráð sem á 1202 fundi dags. 17.01.2019 vísaði því aftur til umhverfis- og skipulagsráðs eftir að framkvæmdaaðili lagði fram nokkrar breytingar til þess að komast til móts við andmæli nágranna. Breytingar eru að fjarlægð milli húsa við Pósthússtræti 3 og 5 verður aukin til jafns við fjarlægðir milli húsa nr. 5,7 og 9. Húsið minnkar um 60m2 Á stiga við lóðamörk verða opin rimlahandrið en ekki steypt. Bílastæða krafa verður aukin í tvö stæði á lóð í samræmi við gildandi deiliskipulag með því að bílastæðakjallari stækkar. Reykjanesbær lætur vinna tillögur að mótvægisaðgerðum vegna vindstrengja á lóð.

Erindi frestað. Óskað er eftir nánari gögnum.

4. Íbúðasamvinnufélag Suðurnesja hsf. - Umsókn um lóð (2018070163)

Íbúðasamvinnufélag Suðurnesja sækir um lóð til að skipuleggja fyrir um 108 íbúðir í lágreistri byggð til útleigu hjá óhagnaðardrifnu félagi, með bréfi dags. 11.01.2019 og tillögu að staðsetningu, þar sem óskað er niðurfellingu eða frests á greiðslu gatnagerðargjalda í samræmi við lög.

Óhagnaðardrifin íbúðafélög eru velkomin viðbót í húsbyggjenda flóruna. En endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf og að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

5. Tjarnarbraut 6 - Fyrirspurn (2016060396)

Erindi lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nr. 222 dags. 11.01.2019 en óskað var nánari gagna. Á fundi nr. 187, 09.08.2016 hafði verið samþykkt að fjölga íbúðum úr 14-15 í 27-32 íbúðir. Sótt er um breytingu á byggingareit og lítillega hærra nýtingarhlutfalli.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

6. Víkingaheimar - Makaskipti á lóðum (2019010116)

Lögð eru fram drög að samningi milli Reykjanesbæjar, Víkingaheima ehf. og Útlendings ehf. ásamt uppdrætti dags. 22.01.2019 frá Verkfræðistofu Suðurnesja um makaskipti á lóð.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að erindið sé unnið áfram að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

7. Stapabraut 21 - Deiliskipulag (2013060104)

Deiliskipulagstillögu fyrir Stapabraut 21 var auglýst og er athugasemdafrestur liðinn. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

8. Heiðarvegur 7 - Fyrirspurn um bílskúr (2019010332)

Gunnar Einarsson leggur inn fyrirspurn um byggingu 57m2 bílskúrs á lóð sinni við Heiðarveg 7 í samræmi við framlagða uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

9. Deiliskipulag öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli - Skipulagslýsing - Umsögn (2019010209)

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.01.2019 lögð fram.

Samþykkt.

10. Stækkun Keflavíkurflugvallar - Umsögn um matsáætlun (2018070127)

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25.01.2019 lögð fram.

Samþykkt.

11. Bergás 8 - Niðurstaða hlutkestis (2018110242)
Þ

ar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina var efnt til hlutkestis en drógu umsókn sína til baka.

Samþykkt að úthluta KJK ehf. lóðina.

12. UMFN - Umsókn um skilti (20190103439

UMFN sækir um uppsetningu á skiltum á girðingu Sjávargötu sem snýr að Fitjabraut með bréfi dags 17.01.2019. Stærð og staðsetning krefst þess að lögð sé inn umsókn til umhverfis- og skipulagsráðs.

Erindi samþykkt.

13. Vatnsnesvegur 32- Fyrirspurn (2018110071)

Erindið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs nr. 219 þann 09.11.2018. Erindi var frestað þar til fullnægjandi gögn bærust. Gögn hafa borist og framsetningu breytt. Óskað er heimildar til að breyta húsinu í tvíbýlishús.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

14. Fyrirspurn um bygginga og landeigendamál (2019010345)

Lagt fram.

15. Rekstur hótela og gistirýma - Minnisblað (2019010346)

Lagt fram.

16. Víðidalur 7 - Lóðarumsókn (2019010347)

Sævar Örn Hafsteinsson sækir um lóðina Víðidalur 7.

Úthlutun samþykkt.

17. Víðidalur 9 - Lóðarumsókn (2018010348)

Kristín Björt Sævarsdóttir sækir um lóðina Víðidalur 9.

Úthlutun samþykkt.

18. Mýrdalur 1 - Lóðarumsókn (2019010349)

Dalsbyggð ehf. sækir um lóðina Mýrdalur 1.

Úthlutun samþykkt.

19. Brekadalur 40 - Lóðarumsókn (2019010350)

Stöngull ehf. sækir um lóðina Brekadalur 40.

Úthlutun samþykkt.

20. Brekadalur 42 - Lóðarumsókn (2019010351)

Stöngull ehf. sækir um lóðina Brekadalur 42.

Úthlutun samþykkt.

21. Brekadalur 44 - Lóðarumsókn (2019010352)

Stöngull ehf. sækir um lóðina Brekadalur 44.

Úthlutun samþykkt.

22. Brekadalur 46 - Lóðarumsókn (2019010353)

Stöngull ehf. sækir um lóðina Brekadalur 46.

Úthlutun samþykkt.

23. Brekadalur 48 - Lóðarumsókn (2019010354)

Stöngull ehf. sækir um lóðina Brekadalur 48.

Úthlutun samþykkt.

24. Brekadalur 50 - Lóðarumsókn (2019010355)

Stöngull ehf. sækir um lóðina Brekadalur 50.

Úthlutun samþykkt.

25. Brekadalur 52 - Lóðarumsókn (2019010356)

Stöngull ehf. sækir um lóðina Brekadalur 52.

Úthlutun samþykkt.

26. Brekadalur 54 - Lóðarumsókn (2019010357)

Stöngull ehf. sækir um lóðina Brekadalur 54.

Úthlutun samþykkt.

27. Brekadalur 56 - Lóðarumsókn (2019010358)

Stöngull ehf. sækir um lóðina Brekadalur 56.

Úthlutun samþykkt.

28. Brekadalur 58 - Lóðarumsókn (2019010361)

Stöngull ehf. sækir um lóðina Brekadalur 58.

Úthlutun samþykkt.

29. Ný lóð við Melaveg - Fyrirspurn (2019010363)

Jóhann Axel Thorarensen og Ásdís Björk Kristinsdóttir leggja fram bréf dagsett 18.01.2019 með fyrirspurn um að útbúa lóð við endann á Melvegi.

Samkvæmt reglum um lóðaveitingar í Reykjanesbæ skulu allar lóðir auglýstar áður en þeim er úthlutað í fyrsta sinn. USK ráði er samkvæmt gr. 3.4 í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði eða úthluta lóðum, án undangenginna auglýsinga með skilyrðum og að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Ráðið metur það svo að ekki sé um sérstakt tilvik að ræða og hafnar erindinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. febrúar 2019.