01.11.2019 08:15

238. fundur umhverfis - og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 1. nóvember 2019 kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 274 (2019050554)

Lögð fram til kynningar fundargerð 274. fundar, dagsett 22. október 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingarfulltrúa

2. Vatnsnesvegur 27 - Ósk um breytingu á lóð (2019100421)

Þorkell Bernhardsson óskar eftir breyttri innkeyrslu á lóðina Vatnsnesvegi 27.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu. Umsækjandi mun bera allan kostnað af breytingum og gert verði í samráði við umhverfis- og skipulagsráð ef samþykki fæst.

Fylgigögn:

Vatnsnesvegur 27

3. Bogatröð 13 (2019100336)

Íslandshús ehf. óskar heimildar til að byggja móttöku og sýningarrými framan við húsnæði sitt að Bogatröð 13 samkvæmt uppdráttum Íslandshúss ehf. dags. 15.09.2019.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn:

Bogatröð 13

4. Flugvellir 20 - Fyrirspurn (2019090199)

Fyrir hönd húseigenda leggur Vektor hönnun og ráðgjöf fram ósk um að koma fyrir millilofti og hækka þannig nýtingarhlutfall lóðar úr nh. 0,26 í nh. 0,31.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Flugvellir 20

5. Dalsbraut 15 - Skipulagsbreyting (2019100016)

Fyrir hönd lóðarhafa leggur Kristinn Ragnarsson arkitekt fram erindi með uppdráttum dags. 28.10.2019. Erindi var frestað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 4. október, en er nú lagt fyrir aftur. Íbúðafjöldi verði óbreyttur og byggingarreitur aðeins framlengdur til norðurs um tvo metra.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn:

Dalsbraut 15 - Deiliskipulagsbreyting

6. Skiltareglugerð Reykjanesbæjar (2019090067)

Drög að hluta reglugerðar sem fjallar um stafræn og eða ljósaskilti lögð fram.

7. Stapabraut 21 - Auglýsingaskilti (2019070263)

Blue Mountain ehf. og Atlantsolía ehf. sækja um að setja upp LED auglýsingaskilti á lóðinni Stapabraut 21 við Reykjanesbraut með umsókn og uppdrætti dags. 20.06.2019. Gildandi deiliskipulag tilgreinir reit fyrir auglýsingaskilti. Sótt er um staðsetningu innan þess reits. Erindi var frestað á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 18. október s.l.

Erindi frestað.

8. Aðgerðaráætlun gegn hávaða (2018-2023) (2019100427)

Aðgerðaráætlun gegn hávaða var auglýst 25. júlí til 26. ágúst 2019 farið var yfir umsagnir og athugasemdir.

Samþykkt.

Fylgiskjöl:

Aðgerðaráætlun Reykjanesbær 2018
Aðgerðaráætlun vegna hávaða - minnisblað

9. Endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar (2019060056)

Íbúafundir vegna endurskoðun aðalskipulags verða haldnir þann 18. nóvember á Ásbrú, 19. nóvember í Keflavík, 20. nóvember í Njarðvík, 21. nóvember í Höfnum og verða auglýstir þegar nær dregur.

10. Mælaborð sviðsstjóra (2019060070)

Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2019.