- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson, tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.
Lagt fram.
Drögin eru ekki í samræmi við aðalskipulag Reykjanesbæjar og er töluverð breyting á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar. Drögunum fylgir ekki greining á umfangi, tilgangi og áhrifum breytinga á nærsvæði. Þess vegna er ekki hægt að veita umsögn fyrr en mun ítarlegri upplýsingar liggja fyrir.
Þórunn Sveinsdóttir óskar heimildar til að koma fyrir byggingu á lóðinni Hafnagötu 31b, Höfnum en húsið stóð áður við Suðurgötu 19. Húsið hafði verið fjarlægt af lóðinni fyrir nokkrum árum. Grenndarkynning var endurtekin vegna óskar um breytta staðsetningu á lóð.
Frestað.
Nýhönnun ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar breytingar á hæðarsetningu byggingar á lóð.
Erindi samþykkt. Aðlögun á landi og allur annar kostnaður sem af framkvæmdinni getur hlotist verði allur á kostnað framkvæmdaraðila.
Erindi frá Nýhönnun ehf. um breytingu á hæðarsetningu byggingar að Bjarkardal 16-26
Guðmundur F. Valgeirsson óskar heimildar til að stækka hús sitt við Heiðarból 27. Stækkunin felst í viðbyggingu við núverandi bílskúr upp að bílskúr við lóðamörk Heiðarbóls 21. Byggingu á tengigangi milli húss og bílskúrs og stækkun á anddyri. Stækkun er samtals um 61,5m2. Grenndarkynningu er lokið.
Að lokinni yfirferð á athugasemdum nágranna er erindi hafnað.
Fyrirspurn um stækkun húss að Heiðarbóli 27
Verklagsreglur fyrir jarðvegsframkvæmdir í Reykjanesbæ eru almennar leiðbeiningar um framkvæmd og ábyrgð.
Drög lögð fram.
Hafnarfjarðarbær óskar umsagnar um nýtt deiliskipulag við Krýsuvíkurberg í Krýsuvík með bréfi dagsett 1. nóvember s.l. Auglýsingatími er til 16. desember n.k.
Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna.
Erindi frá Hafnarfjarðarbæ vegna tillögu að nýju deiliskipulagi við Krýsuvíkurberg
Sveitarfélagið Vogar kynnir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi fyrir nýtt vatnsból með bréfi dagsett 7. nóvember. Óskað er umsagnar sem berist eigi síðar en 25. nóvember n.k.
Eins og fram kemur í greinargerð aðalskipulags er verið að færa til vatnsból, brunnsvæði og grannsvæði að hluta innan hverfisverndaða svæðisins og skilmálar eru óbreyttir. Eru áhrif breytingar á aðalskipulagi á umhverfisþáttinn hverfisvernd talin óveruleg. Breytingin hefur ekki áhrif á skipulag Reykjanesbæjar. Ekki er gerð athugasemd við tillögu að breyttu aðalskipulagi eða tillögu að deiliskipulagi vegna nýs vatnsbóls.
Oddgeir Arnar Jónsson sækir um lóðina Hólmbergsbraut 9 fyrir hönd Trönudals ehf.
Lóðaúthlutun samþykkt.
Umsókn Trönudals ehf. um lóð að Hólmbergsbraut 9
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. nóvember 2019.