15.11.2019 12:45

239. fundur umhverfis - og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Hafnargötu 57 þann 15. nóvember 2019 kl. 12:45

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson, tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar (2019060056)

Lagt fram.

2. Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar, drög - Umsögn (2019110114)

Drögin eru ekki í samræmi við aðalskipulag Reykjanesbæjar og er töluverð breyting á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar. Drögunum fylgir ekki greining á umfangi, tilgangi og áhrifum breytinga á nærsvæði. Þess vegna er ekki hægt að veita umsögn fyrr en mun ítarlegri upplýsingar liggja fyrir.

3. Hafnagata 31B - Niðurstaða grenndarkynningar (2019051555)

Þórunn Sveinsdóttir óskar heimildar til að koma fyrir byggingu á lóðinni Hafnagötu 31b, Höfnum en húsið stóð áður við Suðurgötu 19. Húsið hafði verið fjarlægt af lóðinni fyrir nokkrum árum. Grenndarkynning var endurtekin vegna óskar um breytta staðsetningu á lóð.

Frestað.

Fylgigögn:

Gögn vegna grenndarkynningar

4. Bjarkardalur 16-26 - Fyrirspurn um breytta hæðarsetningu (2019110113)

Nýhönnun ehf. fyrir hönd lóðarhafa óskar breytingar á hæðarsetningu byggingar á lóð.

Erindi samþykkt. Aðlögun á landi og allur annar kostnaður sem af framkvæmdinni getur hlotist verði allur á kostnað framkvæmdaraðila.

Fylgigögn:

Erindi frá Nýhönnun ehf.  um breytingu á hæðarsetningu byggingar að Bjarkardal 16-26

5. Heiðarból 27 - Fyrirspurn um bílskúr - Niðurstaða grenndarkynningar (2019090463)

Guðmundur F. Valgeirsson óskar heimildar til að stækka hús sitt við Heiðarból 27. Stækkunin felst í viðbyggingu við núverandi bílskúr upp að bílskúr við lóðamörk Heiðarbóls 21. Byggingu á tengigangi milli húss og bílskúrs og stækkun á anddyri. Stækkun er samtals um 61,5m2. Grenndarkynningu er lokið.

Að lokinni yfirferð á athugasemdum nágranna er erindi hafnað.

Fylgigögn:

Fyrirspurn um stækkun húss að Heiðarbóli 27

6. Verklagsreglur fyrir jarðvegsframkvæmdir (2019110115)

Verklagsreglur fyrir jarðvegsframkvæmdir í Reykjanesbæ eru almennar leiðbeiningar um framkvæmd og ábyrgð.

Drög lögð fram.

7. Tillaga að nýju deiliskipulagi við Krýsuvíkurberg - Umsögn (2019070014)

Hafnarfjarðarbær óskar umsagnar um nýtt deiliskipulag við Krýsuvíkurberg í Krýsuvík með bréfi dagsett 1. nóvember s.l. Auglýsingatími er til 16. desember n.k.

Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn:

Erindi frá Hafnarfjarðarbæ vegna tillögu að nýju deiliskipulagi við Krýsuvíkurberg

8. Aðalskipulag Voga og tillaga að deiliskipulagi – Umsögn (2019060125)

Sveitarfélagið Vogar kynnir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi fyrir nýtt vatnsból með bréfi dagsett 7. nóvember. Óskað er umsagnar sem berist eigi síðar en 25. nóvember n.k.

Eins og fram kemur í greinargerð aðalskipulags er verið að færa til vatnsból, brunnsvæði og grannsvæði að hluta innan hverfisverndaða svæðisins og skilmálar eru óbreyttir. Eru áhrif breytingar á aðalskipulagi á umhverfisþáttinn hverfisvernd talin óveruleg. Breytingin hefur ekki áhrif á skipulag Reykjanesbæjar. Ekki er gerð athugasemd við tillögu að breyttu aðalskipulagi eða tillögu að deiliskipulagi vegna nýs vatnsbóls.

Fylgigögn:

Kynning tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi vegna nýs vatnsbóls

9. Hólmbergsbraut 9 - Lóðarumsókn (2019110111)

Oddgeir Arnar Jónsson sækir um lóðina Hólmbergsbraut 9 fyrir hönd Trönudals ehf.

Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Umsókn Trönudals ehf. um lóð að Hólmbergsbraut 9


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. nóvember 2019.